Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 62

Morgunn - 01.12.1981, Page 62
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“: (3. þáttur) ÞÓR JAKOBSSON: ER HEILINN ÓÞARFUR? Oft og tíðum stuðlar ný tækni að miklum framförum. Þannig hefur hið fárra ára gamla heilasniðtæki nú þegar leitt ýmislegt í ljós og komið að góðu gagni í læknavísind- um. Með tæki þessu er hægt að fá þversniðsmynd af heil- anum án þess að stofna sjúklingnum í minnsta voða. Vegna háskaleysisins við notkun tækisins hafa verið gerðar rann- sóknir á fleirum en ella, heilbrigðum og sjúkum. StœrðfrœÖi numin — án heila Ekki alls fyrir löngu var tekin heilasniðsmynd af stærð- fræðinema við háskóla í Englandi. Pilturinn hafði staðið sig mjög vel í skóla, sérstaklega í stærðfræði, og fengið 126 stig í gáfnaprófi. Hann hafði ennfremur reynst félagslynd- ur og eðlilegur náungi í fyllsta máta. Það rak því alla í rogastans, þegar í ljós kom, að ungi maðurinn væri nánast heilalaus. í stað þess að finna hið algenga 4,5 sentimetra þykka lag af heilavef milli heilahólfanna, innst í heilanum, og yfirborðs heilabarkarins yst — fundu menn aðeins milli- metra þykkt skæni. Höfuðkúpan var hér um bil full af heila- og mænuvökva. Vitneskja um fyrirbæri þetta, ,,vatn í heila“, er síður en svo ný af nálinni. Margar sagnir eru af veikinni í sögu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.