Morgunn - 01.12.1981, Page 80
174
MORGTJNN
inni minnist hann öðru hverju á sálarrannsóknir — og
dulsálarfræði.
Jakob Jónsson: ,,Frá sólarupprás til sólarlags“. Bókin
sameinar á sérstæðan hátt skemmtun og alvöru. Sá les-
andi er vandfundinn, sem ekki les þessa bók í einni lotu,
ýmist hugsi og veltandi vöngum, eða með bros á vör, —
jafnvel kunna sumir að hlæja dátt að hinum stórfyndnu
sögum af samferðamönnum séra Jakobs.
Bók eftir Ruth Montgomery, sem nefnist á íslensku
„Óvæntir gestir á jörðu“. Segir í umsögn bókaútgefanda,
að meginhluti bókarinnar fjalli um það, „sem höfundurinn
kýs að kalla „skiptisálir“ og hlutverk þeirra“.
Ekki verða bókamarkaðnum gerð hér skil að svo stöddu,
en athygli skal samt vakin á nýju heimspekiriti eftir
Brynjólf Bjarnason, sem nefnist „Heimur rúms og tíma“
(Mál og menning). Brynjólfur er í hópi merkustu hugsuða
hér á landi og ræðst heldur ekki á garðinn þar, sem hann
er lægstur. 1 bókinni fjallar hann m.a. um hugmyndir
heimspekinga um rúm og tíma, afstæðiskenninguna, „tím-
ann og tilveruna“, valfrelsi og náttúrulögmál, stöðu manns-
ins í tilverunni og önnur heillandi vandamál.
VI. „ lslandsgreinarnar“
Þess skal getið hér til gamans, að merkur flokkur fræði-
greina um dulsálarfræði gengur undir nafninu „The Ice-
land Papers“ (Islandsgreinarnar). Hann er um þessar
mundir þrautlesinn af eðlisfræðingum með áhuga á dul-
rænum fyrirbærum. Nafnið festist við greinaflokkinn
vegna þess, að meginefni erindanna var kynnt á ráðstefnu,
sem haldin var á Islandi fyrir nokkrum árum. Greinarnar
eru margar hverjar strembnar og lýsir t.d. ein þeirra
kenningu um tengsl sjálfsvitundarinnar við kjarneðlis-
fræðileg fyrirbæri.