Morgunn - 01.12.1981, Blaðsíða 20
114
MORGUNN
arsson, forseti SRFl, sá um undirbúning ferðarinnar, og
lét mig vita af henni. Ekki gerði ég mér miklar vonir fyrir-
fram um sérstakan árangur, um fullvissu fyrir framhalds-
lífi þurfti ég ekki, en ef til vill yrði ég einhvers vísari, og
þá yrði ferðin ekki farin til einskis.
Markmið alþjóðasamtakanna er m.a.:
— að leiða í ljós hina andlegu hæfileika mannsins, sem
eru í fullu samræmi við lögmál náttúrunnar.
Starfið felst m.a. í því
— að kynna markmiðið með fræðslu og útbreiðslu, út frá
þekkingu, fenginni reynslu og vísindalegu sjónarmiði
sálarrannsókna.
Dagskráin var ákveðin áður fyrir alla daga vikunnar.
Hún hófst ávallt fyrir hádegi með fyrirlestrum eða fræðslu
og aftur að loknu matarhléi kl. 14. Þá var oft tekin fyrir
félagsmáladagskrá. Á kvöldin voru fyrirlestrar, skyggni-
lýsingar o.fl. Fólki var frjálst að sækja þá dagskrárliði,
sem það vildi.
Á dagskrárkynningunni gat að líta nöfn, sem margir
kannast við hér heima. Vil ég geta þeirra helstu:
EILEEN ISON, sem starfar með eiginmanni sínum,
Róbert, og er góður skyggnilýsingarmiðill. Þau hafa kom-
ið hingað til lands.
QUEENIE NIXON, sem er „transmiðill" og hefur geng-
ist undir háskólarannsóknir í sambandi við umbreytingar
í andliti (trancefiguration).
EILEEN ROBERTS, sem er formaður breska miðlasam-
bandsins og, eins og segir í dagskrárkynningu, „kunn fyrir
stórkostlega miðilshæfileika og einnig sem fyrirlesari og
kennari“. Hún ferðast mikið um sem starfandi miðill m.a.
til Bandaríkjanna, Kanada, Islands og víðar um Evrópu.
ROBIN STEVENS, sem er eftirsóttur skyggnilýsinga-
miðill og hefur einnig komið til Islands.
Allir þessir miðlar komu fram með skyggnilýsingar, og
eins gáfu sumir þeirra fólki kost á einkafundum.