Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1981, Blaðsíða 12
106 MORGUNN nám í guðfræði og urðu síðan þjóðkunnir prestar og skóla- menn. Guðfræðinámi lauk hann við Háskóla Islands 1929, en stundaði síðan framhaldsnám í samanburðarguðfræði við háskólann í Marburg í Þýskalandi, og um skeið í París. En til Þýskalands leituðu um þessar mundir margir íslenskir guðfræðingar til framhaldsnáms. 1 Marburg voru það einkum tveir prófessorar, sem hann dáði mjög, þeir dr. Rudolf Otto og dr. Fr. Heiler, báðir mjög kunnir guðfræðingar í Þýskalandi á þessum árum. Talaði séra Jón oft með mikilli hlýju og aðdáun um þessa þýsku læri- feður sína. Séra Jón vígðist 17. ágúst 1930 til Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og var búsettur þar syðra til 1941, er hann tók að sér prestsþjónustu við Frjálslynda söfnuðinn í Reykjavik, sem þá var nýstofnaður. Dómkirkjuprestur var hann skipaður 1. des. 1945, er séra Friðrik Hallgríms- son dómprófastur lét af störfum. Dómprófastur var séra Jón skipaður 1. júlí 1951, er séra Bjarni Jónsson lét af því embætti og gegndi séra Jón síðan Dómkirkjuprests- og prófastsstörfum, uns hann fékk lausn frá störfum, 17. jan. 1973, en hafði notið aðstoðarprestsþjónustu um nokk- urt skeið, vegna heilsubrests. Þau ár, sem séra Jón var dómprófastur urðu mjög mikl- ar breytingar á kirkjumálum Reykjavíkur, nýir söfnuðir voru myndaðir, og nýjar kirkjur reistar, og varð Reykja- víkurprófastsdæmi fljótt langfjölmennasta prófastsdæmi landsins, með vaxandi störfum og skipulagsmálum. Auk þess voru margvísleg störf tengd prófastsdæminu, þar sem dómprófasturinn hlaut að vera, að meira eða minna leyti, forystumaður. Hann var meðal annars forystumaður safn- aðarráðs Reykjavíkur og formaður Kirkjubyggingasjóðs og tengdur ýmsum málum, er prófastsdæmið varðaði, þótt hér verði það ekki talið í einstökum atriðum. Allt gátu þetta verið umfangsmikil störf og timafrek og mikil við- bót við venjuleg prestsþjónustustörf í stórum söfnuði, því aldrei höfðu kirkjumál Reykjavíkur tekið eins örum breyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.