Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 12

Morgunn - 01.12.1981, Page 12
106 MORGUNN nám í guðfræði og urðu síðan þjóðkunnir prestar og skóla- menn. Guðfræðinámi lauk hann við Háskóla Islands 1929, en stundaði síðan framhaldsnám í samanburðarguðfræði við háskólann í Marburg í Þýskalandi, og um skeið í París. En til Þýskalands leituðu um þessar mundir margir íslenskir guðfræðingar til framhaldsnáms. 1 Marburg voru það einkum tveir prófessorar, sem hann dáði mjög, þeir dr. Rudolf Otto og dr. Fr. Heiler, báðir mjög kunnir guðfræðingar í Þýskalandi á þessum árum. Talaði séra Jón oft með mikilli hlýju og aðdáun um þessa þýsku læri- feður sína. Séra Jón vígðist 17. ágúst 1930 til Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og var búsettur þar syðra til 1941, er hann tók að sér prestsþjónustu við Frjálslynda söfnuðinn í Reykjavik, sem þá var nýstofnaður. Dómkirkjuprestur var hann skipaður 1. des. 1945, er séra Friðrik Hallgríms- son dómprófastur lét af störfum. Dómprófastur var séra Jón skipaður 1. júlí 1951, er séra Bjarni Jónsson lét af því embætti og gegndi séra Jón síðan Dómkirkjuprests- og prófastsstörfum, uns hann fékk lausn frá störfum, 17. jan. 1973, en hafði notið aðstoðarprestsþjónustu um nokk- urt skeið, vegna heilsubrests. Þau ár, sem séra Jón var dómprófastur urðu mjög mikl- ar breytingar á kirkjumálum Reykjavíkur, nýir söfnuðir voru myndaðir, og nýjar kirkjur reistar, og varð Reykja- víkurprófastsdæmi fljótt langfjölmennasta prófastsdæmi landsins, með vaxandi störfum og skipulagsmálum. Auk þess voru margvísleg störf tengd prófastsdæminu, þar sem dómprófasturinn hlaut að vera, að meira eða minna leyti, forystumaður. Hann var meðal annars forystumaður safn- aðarráðs Reykjavíkur og formaður Kirkjubyggingasjóðs og tengdur ýmsum málum, er prófastsdæmið varðaði, þótt hér verði það ekki talið í einstökum atriðum. Allt gátu þetta verið umfangsmikil störf og timafrek og mikil við- bót við venjuleg prestsþjónustustörf í stórum söfnuði, því aldrei höfðu kirkjumál Reykjavíkur tekið eins örum breyt-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.