Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Blaðsíða 48

Morgunn - 01.12.1981, Blaðsíða 48
142 MORGTJNN andi, sem hann annars hefði orðið að vera, ef um sálfarir hefði verið að ræða. Svarið er því annað. S. Er þetta ekki eitt af því sem við eigum aldrei að fá að vita? Þ. Þetta er vanþekking, sem ég vil svara á þessa leið: „Heimurinn er skapaður fyrir manninn, honum er ætlað að vitkast og þroskast svo ekkert verði honum hulið. Að- eins á þann hátt getur mannkynið lifað í friði, að vitneskj- an segi honum að ófriður, afbrot og glæpahneigð er van- þroski. Því segi ég þann mann vanþroskaðan, sem ætlar það að takmörk sé fyrir því hvað maðurinn eigi að vita.“ En ef þú vilt athuga þetta nánar verðum við einnig að fylgjast með því, að hverju vísindamenn hafa komist í þessum málum í dag. Þeir vita að hugsanaflutningur er í fullu samræmi við eðli náttúrunnar. Þar að auki álíta sumir þeirra líklegt að tilfinningaflutningur eigi sér stað, samanber eineggja tvíbura, sem taka þátt í veikindum hins, þótt aðeins annar þeirra sé raunverulega veikur. Svipað er að segja um aðra, sem slíkt samband hafa feng- ið, og menn oft á tíðum kalla móðursýki. Einnig hafa tékkneskir vísindamenn í Prag fundið ögn, sem þeir nefna „mention“ og fer hraðar en ljósið. Hefur hún þá eiginleika að geta farið í gegnum hvaða efni sem er, líkt og engin fyrirstaða væri til. Prófessor Frantisek Kahuda telur að þessi ögn geti verið undirstaða þeirra fyrirbæra, sem hafa verið kölluð sálræn fyrirbæri. Amerískir vísindamenn telja, eftir ítrekaðar tilraunir, líklegt að sofandi mann geti dreymt það sem annar maður hugsar. Samkvæmt tilraun- um reyndist það vera of oft sem það skeði til að geta verið tilviljun. Er þá ekki eins líklegt að sjónflutningur geti átt sér stað? Við höfum mörg dæmi um skyggna menn, sem sjá eða lifa upp atburði í órafjarlægð frá þeim stað sem þeir sjálfir eru staddir á, og lýsa honum eins og þeir væru þar nærstaddir. Oft þegar þeir sjá þessar sýnir, þá er sama hvort augun eru opin eða lokuð. Það er engu líkara en þeir séu í draumheimi, sem kalla má vökudrauma. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.