Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 48

Morgunn - 01.12.1981, Page 48
142 MORGTJNN andi, sem hann annars hefði orðið að vera, ef um sálfarir hefði verið að ræða. Svarið er því annað. S. Er þetta ekki eitt af því sem við eigum aldrei að fá að vita? Þ. Þetta er vanþekking, sem ég vil svara á þessa leið: „Heimurinn er skapaður fyrir manninn, honum er ætlað að vitkast og þroskast svo ekkert verði honum hulið. Að- eins á þann hátt getur mannkynið lifað í friði, að vitneskj- an segi honum að ófriður, afbrot og glæpahneigð er van- þroski. Því segi ég þann mann vanþroskaðan, sem ætlar það að takmörk sé fyrir því hvað maðurinn eigi að vita.“ En ef þú vilt athuga þetta nánar verðum við einnig að fylgjast með því, að hverju vísindamenn hafa komist í þessum málum í dag. Þeir vita að hugsanaflutningur er í fullu samræmi við eðli náttúrunnar. Þar að auki álíta sumir þeirra líklegt að tilfinningaflutningur eigi sér stað, samanber eineggja tvíbura, sem taka þátt í veikindum hins, þótt aðeins annar þeirra sé raunverulega veikur. Svipað er að segja um aðra, sem slíkt samband hafa feng- ið, og menn oft á tíðum kalla móðursýki. Einnig hafa tékkneskir vísindamenn í Prag fundið ögn, sem þeir nefna „mention“ og fer hraðar en ljósið. Hefur hún þá eiginleika að geta farið í gegnum hvaða efni sem er, líkt og engin fyrirstaða væri til. Prófessor Frantisek Kahuda telur að þessi ögn geti verið undirstaða þeirra fyrirbæra, sem hafa verið kölluð sálræn fyrirbæri. Amerískir vísindamenn telja, eftir ítrekaðar tilraunir, líklegt að sofandi mann geti dreymt það sem annar maður hugsar. Samkvæmt tilraun- um reyndist það vera of oft sem það skeði til að geta verið tilviljun. Er þá ekki eins líklegt að sjónflutningur geti átt sér stað? Við höfum mörg dæmi um skyggna menn, sem sjá eða lifa upp atburði í órafjarlægð frá þeim stað sem þeir sjálfir eru staddir á, og lýsa honum eins og þeir væru þar nærstaddir. Oft þegar þeir sjá þessar sýnir, þá er sama hvort augun eru opin eða lokuð. Það er engu líkara en þeir séu í draumheimi, sem kalla má vökudrauma. Við

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.