Morgunn - 01.12.1981, Page 65
GREINASYRPA „ÚR HEIMI VlSINDANNA“:
(4. þáttur)
ÞÓH JAKOBSSON:
LÍF í ALHEIMINUM
Nú eru geimferjupáskar og er því ekki úr vegi að líta
til himins. Á borði mínu liggja tvær fræðigreinar, sem
fjalla um samband við lífverur í öðrum sólkerfum. Hvorug
er eftir spámanninn í föðurlandi okkar, dr. Helga Pjeturss,
sem þreyttist aldrei á að minna menn á stjörnurnar.
Hann hélt því fram statt og stöðugt af mikilli sannfær-
ingu að víða í alheiminum leyndust vitsmunaverur og
gætu þær jafnvel haft áhrif á okkur mennina með fjar-
skynjun, hugmagni og þvíumlíku. Skoðanir hans voru
stórkostlegar tilgátur, sem ekki verður hægt að sannprófa
í bráð.
Fyrrnefndar greinar eru eftir eðlis- og stjörnufræðinga
og leita þeir ekki fanga út fyrir óvéfengjanlegar uppgötv-
anir eðlisfræðinnar. önnur greinin. er skrifuð árið 1959,
hin 1979.
Fjarskipti sólna á milli
Fyrir liðlega tveimur áratugum birtist tveggja blaðsíðna
grein í tímaritinu Nature um fjarskipti milli fjarlægra
sólkerfa og hugsanlegt samband við vitsmunaverur í grennd
við nálægar stjörnur. Grein þessi var eftir Giuseppe Cocconi
og Philip Morrison við Cornell-háskóla í Iþöku í New York-
ríki (Nature, 19. sept., 1959).