Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 5
RITSTJÓRARABB
Ágætu lesendur,
Tímarit Sálarrannsóknafélags íslands, Morgunn, er hér
með enn á ferð, færandi boðskap andans, eins og það
hefur gert undanfarin 72 ár.
Við komum víða við eins og stundum áður á síðum
Morguns, kíkjum á vandamál hugleiðslunnar frá sjónar-
hóli byrjandans, gluggum i bréf frá lesendum, birtum
]jóð, segjum frá vaxandi fyrirbæramiðlun dagsins í dag,
siðgæði í búddhisma, svo eitthvað sé nú nefnt.
Þeirri skoðun vex nú óðum fylgi innan spíritista-
hreyfingarinnar, hérlendis sem erlendis, að hin s.k.
fyrirbæramiðlun sé í örum vexti aftur en slik miölun
var mjög áberandi á fyrstu áratugum spíritismans. Er
hér átt við t.d. beinar raddir, líkamninga, skrifuð
skilaboð, efnistilfærslu, hreyfifyrirbæri o.fl. Transmiðlun
virðist einnig verða æ algengari.
Ekki vil ég fullyrða hver muni vera ástæða þessa en
heyrst hefur sú skýring að við upphaf spíritismans hafi
slík áþreifanleg fyrirbæri verið nauðsynleg í þeim
efnishyggjuheimi sem þá var, fullur ótta og hjátrúar
varðandi allt sem dulrænu tengdist. I dag eru allt önnur
skilyrði fyrir hendi, a.m.k. í hinum vestræna heimi.
Velmegun er allsæmileg i flestum löndum hans svo fólk
hefur í auknum mæli haft tíma til að sinna einhverju
öðru en eingöngu búksorgunum og jafnvel beinlínis
hjndið þörf fyrir eitthvað haldbærara en fallvalt gengi
kaldrar efnishyggjunnar.
3