Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 12

Morgunn - 01.12.1991, Side 12
LÍKAMNINGAR Á NÝLEGUM MIÐILSFUNDI Bandarískur spíritisti lýsti fyrir stuttu síðan mörgum áhrifamiklum miðilsfundum þar sem hann sá fjöldan allan af líkamningum birtast. Yfirleitt voru þeir sveipaðir útfrymi en allir ólíkir innbyrðis, sumir háir eða lágir, aðrir þybbnir eða magrir. Á einum fundanna birtust um 20 áþreifanlegir likamningar. Frá þessu segir í nýjasta fréttabréfi NAS-félagsins í Bretlandi og er Gene Wood þar til frásagnar. Hann er frá Ohio í Bandaríkjunum og er nú 74 ára gamall. „Ég, bróðir minn og systir erum af þriðju kynslóð spíritista, en þær hófust með afa mínum og ömmu, um miðjan áratuginn 1870-80. Ég hélt að ég hefði séð það besta í miðilsskap á lífsferli mínum þar til ég uppgötvaði fyrir 13 árum síðan (1978) mann sem hefur svo stórkostlega hæfileika að þegar ég segi frá aðeins fáum þeim atburðum sem ég hef upplifað hjá honum þá kunna þeir að virðast hreint óframkvæmanlegir, eins og mér fannst er ég tók þátt í þeim. Ég gæti spurt sjálfan mig hvort þetta hafi í raun verið að eiga sér stað eða að þetta hafi verið ímyndanir hjá mér. Ef svo hefði verið þá hefðu a.m.k. 10 aðrar manneskjur sem viðstaddar voru líka verið að ímynda sér þetta sama". Állir fundirnir voru teknir upp á segulband og vitni eru enn lifandi. Vegna slæmrar heilsu þá er viðkomandi miðill hættur að halda fundi. Woods telur sig ekki geta 10

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.