Morgunn - 01.12.1991, Side 73
MORGUNN
Leiðin til baka í ljósi framtíðarinnar
hreyfum okkur og eigum alla okkar tilveru.
Ég álít þó að það sé á vissan hátt rangt að aðskilja
andlegan og efnislegan kraft eða orku sem hugtak, eins
og hér væri um tvennskonar ólíka orku aö ræða. hað
er að öllum líkindum frekar þannig að bæði andlega og
efnislega orkan streyma frá sömu uppsprettu og birtast
á mismunandi hátt. Ég vil hér vitna til vísindamanna
okkar og tæknifræðinga: „leitið, leitið, leitið".
Trúið því ekki að fræðigreinin hafi einkaleyfi á Guði.
Afar oft heyrir maður vísindamenn segja að það hafi
verið innsæið sem bar þá með afgerandi hætti fram á
við. Og hvað er innsæi, ætli það streymi ekki frá hærra
vitundarsviði. Það er augljóst. Þegar þetta, sem kallað
er innsæi, er þroskaðra hjá einum en öðrum, þá er
kominn miðill. Persónulega likar mér ekki við orðið
miðill, það hefur fengið á sig oftrú, töfra og spennu.
Eða kannski maöur tali skýrar með því að segja að í
skilningi almennings á því hafi falist oftrú, töfrar og
spenna.
Fyrir nokkru síðan hélt prófessor Carl-Martin Edsman
erindi í útvarp (annað af tveimur), sem hann nefndi:
„Miðill, aftur á bak og áfram”. Þessi hugrakki maöur
fékk örugglega mörg þakklát bréf. í þessu erindi sagði
hann frá því að hann hefði fengið, eftir að hann hélt
fyrra erindið, bréf frá manneskju sem stakk upp á að
þeir sem hefðu haft reynslu af áður nefndum atriðum
tækju sig saman og mynduðu félag. Það var ekki svo
vitlaus hugmynd. Við ættum að skipuleggja okkur á
einhvern hátt svo að skilaboð okkar fengju meiri
áherslu. Ég sjálf hef upplifað svo mikið sem ekki verður
auðveldlega skýrt.
Okkur vinnst ekkert með því að útskýra eða láta sem
ekkert sé með það sem viö ekki getum útskýrt. Það er
svo margt til í okkar tilveru sem ekki verður skýrt.
Reynið t.d. að útskýra tónlist. Burtséð frá því tæknilega
þá getur maður tæplega útskýrt fyrir öðrum hvað
tónlist er, ef viðkomandi hefur aldrei heyrt hana eða
71