Morgunn - 01.12.1991, Side 19
MORGUNN
Raddir að handan
aðilar en 47 í þeim ysta, sem samanstóö af þátt-
takendum sem höföu aðeins nýlega kynnst slíkum
fyrirbærum.
„Vegna stærðar salarins þá gátum við ekki myndað
þá algjöru myrkvun sem venjulega er nauðsynleg fyrir
fyrirbæri beinna radda", útskýrði George. „Aðstæður
voru ekki fullkomnar en þær bestu sem við gátum
skapað. Ýmis áhöld voru til staðar, tveir lúðrar sem
málaðir höfðu verið með flúrósent-línu, tvær bjöllu-
trommur, skrifblokk, blýantur og penni. bessir hlutir
voru settir í miðju hringsins ásamt með skál sem
innihélt steinefni og vítamín.
„Þetta er nýbreytni", sagði George. „Leiðbeinandi að
handan benti á að nauðsynlegt væri að bæta upp
steinefna- og vítamínmissi í fyrirbæra hringjum".
C og d vítamín, riboflavine, járn, kalk, magnesium og
salt voru þau efni sem höfð voru í skálinni.
Tilraunin hófst með bæn, en síðan sungu þátttakendur
nokkur lög. „Um leið og við hófum sönginn þá tóku
fyrirbærin að eiga sér stað", sagði George.
"Einn lúðurinn lyftist frá gólfinu. Ég sá greinilega
hvernig hann snerti bjöllutrommuna í takt við tónlistina.
Hann sveif síðan hærra upp í loftið og það var eins og
hann væri að stjórna með því að slá taktinn. Við lok
söngsins tók lúðurinn dýfu eins og þarna væri einhver
að hneigja sig".
George kvað höfuð miðilsins hafa verið sér sýnilegt
á meða atburðirnir áttu sér stað.
„Ég sá að hann sat grafkyrr", sagði hann.
Einn þátttakenda sagði George síðar að hann hefði
séð „dulræna stöng" - úr útfrymi - standa út úr líkama
miðilsins. Hópurinn varð líka vitni að því að lúörarnir
tveir hreyfðust yfir gólfið og að bjöllutromman var hrist
//bressilega" 1 takt við tónlistina.
Einn úr hópnum bað um að öðrum lúörinum yröi lyft
greinilega frá gólfinu. Öörum þeirra var þá „kastað á
loft, sveiflað yfir höfðum sitjendanna og síðan varpað
17