Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 59

Morgunn - 01.12.1991, Page 59
MORCUNN Siðgæði í Búddhisma 1) Ósannsögli - lygi. Ósannsögli leiöir af sér „compli- cationir" - flækjur og árekstra út á við. Að því er að manninum sjálfum snýr leiðir það til erfiðleika í hugar- starfinu - hugurinn verður upptekinn af því hvernig hann á að ljúga þannig að lygin verði sjálfri sér samkvæm og sennileg - og hætt er við að santviskan verði slæm. 2) Tals sem særir. „Sönn" orð en óþörf. Harðýðgi hverskonar í orðum. Hvað má kyrrt liggja og hvað ekki? har er oft vandratað meðalhófið. Einstaklingurinn verður að meta í hverju tilfelli hver þörf er á að hreyfa óþægilegu máli og hvernig það veröur gert á happa- sælastan ("diplomatiskan") hátt. Þetta felur í sér að vera orðvar. 3) Illt umtal, baktal. Breiða út „sögur" um náungann. Spilla ekki mannoröi annars. Hér kemur til sú ánægja - það „kikk" - sem menn hafa af því að niðurlægja annan mann og þaö kjarkleysi sem felst í því að baktala náungann en skjalla hann svo kannski þegar hann er sjálfur áheyrandi. Oft má satt kjurt liggja. Og Gróusögur eru sjaldnast sannar. Og raunverulega veit annar maður naumast nokkurn tímann raunverulegar ástæður og aðstæður annars. „Jákvæð" hlið þessa Heitis er svo uppörvandi tal, ummæli. bað reynist heillavænlegri aðferð að snúa mönnum á rétta braut með uppörvandi ummælum, beina athyglinni að því „jákvæöa" í fari náungans en að gagnrýna hann - jafnvel þótt hið „neikvæða" sé meira áberandi í fari hans en hitt. Kemur mér í hug sú aðferð sem merkur skólamaður - Steindór Steindórsson frá Hlöðum - beitti jafnan í kenslustundum. Viökvæðið var jafnan við svörum nemenda hans - hversu „vitlaus" sem þau annars kunnu að vera - „ja - það má nú til sanns vegar færa". 57

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.