Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Page 49

Morgunn - 01.12.1991, Page 49
morgunn Siðgæði í Búddhisma sem kallað er „prana". Með hugtakinu er átt við þær verur sem hafa „prönu" - þ.e. dýr en ekki jurtir. Að sjálfsögðu hafa jurtir einnig „prönu", en þetta mun hafa verið skilið á annan hátt en við gerum nú. Að sjálfsögðu hefði slíkt „boðorð" að skaða hvorki jurtir né dýr, ekki haft raunhæfa þýðingu þar eð það væri oframkvæmanlegt og jafngilti hungurdauða eða að búddhistar yrðu að lifa af störfum annarra en Búddh- ista. Indverjar voru yfirleitt og að langmestu leyti neytendur jurtafæðu á þessum tíma og eru enn. Heitið var því ekki óraunhæft. Og búddhistar ganga í þessu efni mun skemur en t.d. áhangendur „jain'-stefnunnar eða - trúarbragðanna. (Þeir hafa sóp til að sópa burt skordýrum svo þeir stígi ekki ofan á þau. Enda hefir stefnan jafnan verið fáliðuð). Jainistar hafa eiginlega vélræna eða líffræðilega túlkun á karma-lögmálinu. En búddhistar hafa sálfræðilegan skilning á þessu lögmáli: það er viljinn eða tilgangurinn sem skapar karma, ekki fyrst og fremst verknaðurinn í sjálfu sér. A síðustu áratugum hefir mjög verið rætt um að einnig jurtir hafi vitund og finni til. Hafa verið gerðar tilraunir sem styrkja þá tilgátu. En þær munu fremur hafa vitund en huga og ekki aðgreind sérstök skilning- arvit (engu að síður hafa þær einhverskonar skynjun). Alanni virðist einnig að þær ntuni síður hafa einstakl- lr>gseðli en dýr, enda hreyfast þær ekki úr stað. Það sem búddhistar munu hafa átt við með að flokka þær ekki undir „panatipata" og tala því aðeins uni „kvikar" verur, er það að þeir töldu þær ekki hafa huga eða vanþróaðan huga miðað við dýrin. Það taldist því harmískt séð ekki sami verknaðurinn að taka líf jurt- anna og lifa þannig á þeim eins og að deyða dýrin. Heitið nær því til allra tegunda dýraríkisins og einungis til tegunda þess. Það er stigsmunur milli manna og æðri dýra - en enginn eðlismunur. Á sama hátt er stigsmunur milli æðri og lægri dýra. „Fræði- menn" hafa verið óðfúsir að gefa yfirlýsingar um eitt og 47

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.