Morgunn - 01.12.1991, Qupperneq 26
Opið hús - Jólafundur S.R.F.I.
MORGUNN
Þórunn Maggý tók til máls og flutti m.a. afar fallega
og áhrifamikla bæn.
Maggý gat þess að hún væri að koma vestan frá Isafirði
þar sem hún hafði verið með skyggnilýsingar, væri hún
þreytt og vafalaust alveg þurrausin, en samt sem áður
langaði sig til að reyna hvort hún gæti komið með
einhverjar skyggnilýsingar hér.
bað að ég fer að rifja þetta upp hér er fyrst og fremst
vegna þess að Maggý kom með skyggnilýsingar sem
snertu mig, en komu mér í svo opna skjöldu að mér
finnst ég skulda henni það að færa þær hér til leturs.
Eins og vænta mátti komust strax sambönd á, til
þeirra er ég taldi mig vita að væru næmir og reyndir
í þessum efnum. Til þess að vera fullkomlega einlægur
í þessari ritun minni þá viðurkenni ég það hér með,
fyrir öllum sem þetta kunna að lesa, að ég var lítt með
hugann við það sem fram fór. Ég taldi afar eðlilegt að
vegna þreytu Maggýjar yrði hér um örstutta lýsingu að
ræða, lýsingu sem í raun myndi byggjast upp á hæfni
reyndra móttakenda.
Já, þannig var nú það.
Það kom því sem reiðarslag yfir mig er ég varð þess
var að Maggý stóð skyndilega andspænis mér, þar sem
ég sat aftarlega í salnum, og tók að spyrja mig ýmissa
spurninga. Hún spurði m.a. um hvort ég kannaðist við
bifreiðanúmerin R-173 eöa R-I74, eins og þau hefðu
verið um 1945 - 1946 og þá á gömlum bifreiðum.
Ég sagði Maggý, þegar ég haföi áttað mig á því að
hún var að spyrja mig, að ég myndi kannast við bæði
númerin.
Til skýringar á þessu vil ég geta þess að á árunum
1942 - 50, umgekkst ég afar mikið ökumenn og bifreiðar
þeirra vegna starfs míns og því þekkti ég geysimörg
bifreiðanúmer.
Maggý spurði mig mikið um nafnið Sigríður, en því
miður kannaðist ég ekki við það. Þá kom nafnið
Sveinbjörn, sem ég kannaöist strax við.
24