Morgunn - 01.12.1991, Side 38
Að telja andardrættina
MORGUNN
Það væri bara verst að ég skyldi ekki geta sungið með
því." Verð ég að fyrirgefa honum það ?
Jæja, vertu alvarleg. Reyndu heimspeki. Hvernig
hljómar einnar handar klapp ? Einnar handar klapp ?
Hvers vegna nota þeir það ? Hvað merkir það ? Það
minnir mig á líffræði kennarann minn í menntaskóla,
sem var vanur að spyrja þessarar heimskulegu spurn-
ingar: „Ef að tré fellur út í skógi og það er enginn
viðstaddur til þess að heyra það falla, myndar það þá
hljóð ?" Ég gat aldrei fundið svarið við þessari heldur.
En hann er sami kennarinn og er sagði að konan hefði
aðeins eitt hlutverk í lífinu og það væri að eignast börn.
Svo ég geri ráð fyrir að ég verði að fyrirgefa honum
líka.
En nú ætla ég að hugleiða af alvöru. Ég tel andar-
drættina hjá mér.
Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex ..... Más ! Más !
Ég fæ of mikið loft. Hægðu bara á þér. Vertu róleg.
Andaðu hægar, dýpra. Svona já. Einn tveir, einn tveir,
hleypur Geir. Þrír fjórir, puttar stórir. Fimm sex, hvað
er fimm sex ? Stingur ? Já, það er eitthvað hérna sem
stingur. Fimm, sex ....... æ, gerðu þér bara eitthvað
upp og haldu áfram.
í hverjum er þetta garnagaul ? O, ó, það er í mér.
Einbeittu þér að naflanum, svona já. Andaðu ..............
einn. Ég er að einbeita mér að naflanum. Tveir ...........
einbeita ..... þrír ...... Þeir segja að það séu til tvær
tegundir af nöflum ....... þessir innföllnu og þeir sem
standa út úr og að þú getir sagt til um persónuleika
viðkomandi eftir því hvernig naflinn á honum er.
Þegiðu. Vertu alvarleg. Ég og þessi stóll erum eitt, líka
þetta herbergi og allt fólkið hér inni. Ég og alheim-
urinn erum eitt og allt sem lifir. Ég og ....... hvað svo
sem er að skríða niður aftanverðan hálsinn á mér.
Hamingjan sanna. Hvað er þetta ? Ég verð að ná því.
Skell ! Náði því.
Suss .... suss ! Slaka. Lófana upp. Mig tekur að
36