Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Síða 10

Morgunn - 01.12.1991, Síða 10
HANN VAR BUINN AÐ HEITA ÞVÍ Frásögn konu, sem ekki vill láta nafns síns getið, skráð af Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. Sumarið 1970 dvaldi ég og Árni maðurinn minn um tíma á Reykjalundi. Fengum við herbergi á þriðju hæð í aðalbyggingunni) og þurftum ekkert að bíða eftir plássinu. Eg hringdi aðeins til Odds Ólafssonar yfir- læknis og spurði hvort ekki væri allt fullt hjá honum, þ.e. öll sjúkrapláss upptekin á staðnum, bjóst ekki við öðru. En mér til nokkurrar undrunar sagði hann mér bara að koma strax. Það yrðu einhver ráð að finna pláss handa mér. Eg varð auðvitað sárfegin og fór þegar daginn eftir, en Árni maðurinn minn, ætlaði að koma aðeins nokkrum dögum seinna og ég ætlaði ekki að láta INNRITA mig fyrr en hann kæmi. Þegar ég svo kom að Reykjalundi er mér þegar vísað í herbergi á þriðju hæð, sem nýbúið var að mála og standsetja. En maðurinn sem þar hafði dvalið allmörg síðastliðin ár var þá einmitt nýdáinn, hafði andast þá um sumarið. Um þetta hafði ég samt enga hugmynd þegar ég kom í herbergið. Vissi ekki um það fyrr en nokkru seinna. En herbergið var nýmálað og vel til haft. Um kvöldið geng ég svo til hvílu í herberginu á venjulegum tíma og steinsofna strax. En einhvern tíma um miðja nótt vakna ég og lít fram að dyrunum. Sé ég þá að maður gengur inn herbergisgólfið og sest á svefnbekk sem var á móti mínu rúmi, hægra megin. Dettur mér þá í hug að nú hafi ég gleymt að aflæsa dyrunum og nú sé einhver af karlmönnunum (því herbergið var á karladeildinni) á rölti á ganginum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.