Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 65

Morgunn - 01.12.1991, Side 65
MORGUNN Siðgæði í Búddhisma Við verðum að gera okkur grein fyrir þrennu: 1) Hvenær erum við að tala um kenninguna ? 2) Hvenær erum við að tala um framkvæmdina ? 3) Og hvenær má kenna kenningunni um fram- kvæmdina og hvenær ekki ? Einatt er öllu þessu ruglað saman þannig að enginn veit um hvað hinn er að tala. Hvað kenninguna varðar ætti þessi grein a.m.k. að sýna mönnum fram á að slík gagnrýni á ekki rétt á sér - a.m.k. ekki hvað búddhismann varðar. Hvað fram- kvæmdina varðar - þann veruleika sem blasir við vestrænum í Austurlöndum - þá er gagnrýnin réttmæt. Austurlandabúinn hefir ríka tilhneigingu til að líta framhjá þjáningum nágrannans - hann er ekki miskunn- sami Samverjinn. Á sama tíma veltir hann sér upp úr háfleygri heimspeki um „atma" eða „atman" (sálina) og „Brahman" (Guðdóminn). Hann friðar sálina með því að segja: „þetta er þeirra karma - skítt með það". Þetta er að vísu rökvilla, sem hinn almenni hindúi kemur ekki eða vill ekki koma auga á því það er hans eigið góða „karma" að fá þarna tækifæri til að taka að sér hlutverk miskunnsama Samverjans. En hann nýtir ekki tækifærið. Mannmergðin í Austurlöndum ásamt stærð verk- efnisins stuðlar og að sljóleika í þessum efnum. Það sama hefir verið að gerast hér á Vesturlöndum - fyrst í stórborgunum, og verður nú á hinum verstu og síðustu tímum æ meira áberandi hér upp á Fróni. Við skulum bara gæta að okkur. (beir höfðu rottu-sjúkrahús á Indlandi þegar vestrænir komu þangað en sinntu síður tegundinni „homo sapiens". Hvað skyldi vera með „karma" hjá rottum ?). Þá er erfiðari spurning: Að hvaða marki eru trúar- eða siðferðishug- myndir austrænna ábyrgar fyrir austrænum veruleika og að hvaða marki eru orsakirnar annars eðlis ? Þessu verður auðvitað ekki svarað til fullnustu. En svarið er að þær eiga einhvern þátt í því hvernig þjóðfélagsveruleikinn er en ekki allan. Nú geri ég greinarmun á búddhistum og hindúum, sem Vestur- 63

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.