Morgunn - 01.12.1991, Side 27
morgunn
Opið hús - Jólafundur S.R.F.Í.
Nú komu tvö eða þrjú nöfn sem ég áttaði mig ekki
á og því miður var ég svo fávís að ég ritaði þau ekki
hjá mér, eða setti þau á minnið. Ég legg áherslu á
þetta, þar sem ég sá síðar að ég hefði betur geymt þau
með mér, hugsað áfram um þau, borið þau undir konu
mína eða eitthvað í þeim dúr, þá hefðu þau kannski
komið fram, því kona mín er eins minnug á nöfn og ég
er gleyminn á þau.
Nú segir Maggý: „Ég sé staf, göngustaf og glaðan
hressan mann".
Eg spyr: „Er þetta silfurbúinn stafur ?"
Maggý svarar því játandi og að þetta sé svartur,
silfurbúinn stafur.
Ég segist kannast við þetta.
/Já", segir Maggý, „en svo er það hún Sigríður. Sá
sem er með stafinn er afar kátur og vingsar honum
mikið, en hvers vegna veit ég ekki".
Hér lauk þessari lýsingu Maggýjar hjá mér og ég sat
eftir með hugsanir um það sem fram hafði komið, og
mí ætla ég að skýra frá því sem á eftir fór.
Er Maggý hafði lokið skyggnilýsingum sínum og farið
með aðra fallega bæn, var boðið upp á kaffi og kökur
af miklum myndarskap.
Meðan neytt var veitinganna ræddu samkomugestir
saman, um lífið og tilveruna. Ég gekk til Maggýjar og
sagði henni sögu silfurbúna göngustafsins, er hljóðar
svo:
begar faðir minn lést átti hann svartan silfurbúinn
göngustaf og voru upphafsstafir nafns hans grafnir í
handfangið. Þennan staf gaf móðir mín föðurbróður
mmum, en þeir bræður áttu einmitt sömu upphafsstafi.
Aratugir líða, föðurbróðir minn náði háum aldri, en
suttu fyrir andlát sitt kernur hann í heimsókn til okkar
Ejóna, sem hann gerði oft og er nú með stafinn. Stafinn
gefur hann mér og segir að hann hafi alltaf ætlað mér
hann.
Enn líða árin, stafurinn er í sínu heiðurssæti í stofu
25