Morgunn - 01.12.1991, Qupperneq 76
Kærleikurinn sem frelsar
MORGUNN
bara svigna enn frekar í átt til jarðar.
Svo að lokum, þá fjarlægði hún dag nokkurn stuðn-
ingsprikið og sagði upphátt við tréð: „Ég hef gert allt
sem ég get fyrir þig. Ég hef vökvað þig, beðið fyrir þér,
en samt drúpirðu ennþá. Svo héðan í frá er þetta undir
þér komið. Það verður þín ákvörðun. Annað hvort
réttirðu úr þér eða ekki".
Hún hafði ekki hugsað mikið um tréð í langan tíma,
því hún hafði algjörlega sleppt af því hendinni. Og nú
þegar hún horfði forviða á það, þá sá hún að það hafði
myndað sterkan bol út úr þeim bogna. Hann var
sterklegur og það geislaði af honum í sólskininu.
„jæja”, hugsaði hún, „þetta er þá svarið".
Þegar við fjarlægjum stoðprikin, losum takið, sleppum
móðurumhyggju, hættum ofverndun, hættum að sár-
bæna og reyna að breyta börnunum eftir okkar hug-
myndum, þá munu þau rækta sinn eigin styrk og
klæðast sinni eigin fegurð. Við verðum að gefa þeim
frelsi til þess að vera þau sjálf.
Frá þessu andartaki fann þessi móðir til friðar gagn-
vart barni sínu. Reyndar fór hún með hann út í garðinn
dag nokkurn og sagði honum frá uppgötvun sinni. Hún
sagði: „Ég gef þér frelsi - og ætla að sjá hversu ágætur
ungur maður þú munt verða !" Hann skildi hana og
svaraði: „Takk, mamma".
Þar með var ekki sagt að vandamálin væru úr sög-
unni, margt var að fást við, en þetta skapaði styrk og
var blíð áminning um að það væri til innri leiðsögn
með hverju barni. Það er vefur andlegs þroska einstakl-
ingsins sem þó liggur kannski ekki alltaf í augum uppi.
Þróun er lögmál Guðs og við verðum að treysta því að
það lögmál nái tilgangi sínum.
Enginn getur fundið styrkinn, friöinn eða hamingjuna
fyrir aðra.
Dýrðleg nærvera möguleikanna er hið innra með
okkur öllum og mun afhjúpa sig sjálf. Stærsta gjöfin
sem við getum gefið börnum okkar er sú að elska þau
74