Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 8

Morgunn - 01.12.1991, Side 8
RITSTJÓRAKABB MORGUNN Með þessu fólki starfar fjöldinn allur af hjálpendum og leiðbeinendum að handan, sem sökum þroska síns, þekkingar og kærleika hefur verið treyst fyrir slíku hlutverki. Þessir leiðbeinendur og hjálpendur eru jafnan komnir lengra áleiðis á þroska- og þekkingarbrautinni en flest okkar sem á jarðsviðinu búum, en þetta starf er engu að síður hluti af þeirra áframhaldandi þroskabraut. Allir hafa þeir tekið hlutverkið að sér af fúsum og frjálsum vilja, vegna þess að þeim þykir vænt um meðbræður sína hér á jörð og þykir sárt að vita af þeirri þjáningu og mótstreymi sem viða hrjáir þær sálir sem á jörðinni ganga. Og oft er það hreint ótrúlegt hvað allt þetta fólk, beggja heima, getur komið til leiðar með samvinnu sinni. Hafa ber þó í huga að sumt er ekki hægt eða leyfilegt að lagfæra, annað kannski ekki svo stórvægilegt að nauösyn beri til sérstakra aðgerða. En jákvæðu dæmin eru ótal mörg og óhætt er að segja að þetta starf er eitt með því göfugasta sem fram fer innan spíritismans. Og veitir það ekki einmitt styrk og von að vita að til sé slíkur kærleikur og kraftur, að okkur sé fært að leita hjálpar með þessum hætti, að vita að til séu útgöngu- leiðir þó allt virðist lokað um sinn. Þetta starf er einna ljósast, og þ.a.l. kannski áþreif- anlegast, á meðal spíritista. Þar kynnist fólk einna helst eöli þess og tilurð. En ég er vart í vafa um að svona samstarf er í gangi meira og minna með ýmsum hætti um allt þjóðfélagið, út um allan heim, þó ekki sé þaö formlega innan spíritistahreyfingarinnar. Hjálparstarf af þessu tagi getur ekki síður falist í andlegri leiösögn að handan frá fólki sem sér lengra og víðar en við í hinu þunga efni, leiðsögn um Ieiðir til lausnar á yfirstand- andi vanda. Þær leiðir geta legið til einhvers af sam- ferðafólki okkar hér á jörð ekki síöur, alveg sama þó það tengist ekkert andlegum málum af neinu tagi svo séð verði. Og mörgu má til leiðar koma með kærleik- anum einum saman. Bænin er oft sá lykill sem opnar 6

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.