Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 54

Morgunn - 01.12.1991, Side 54
Siðgæði í Búddhisma MORCUNN steinn manna á meðal. Inn á við stuðlar það að meiri nægjusemi (óhæði gagnvart ytri hlutum) og jafnframt meiri ánægju og meira sjálfstæði - og loks að vakandi sjálfsvarurð Söfnun er ein orsök skorts. í löndum sem þekkja skort eða hungursneyð, leiðir vitneskjan um takmarkaðar birgðir til ótta sem veldur því að fólk fer að hamstra, sem aftur verður aðalorsök skorts. „Sá á nóg sem sér nægja lætur". Yfirbragð tilverunnar myndi breytast ef þess væri gætt 3. Misbjóða ekki skilningarvitunum / varast nautnir. Þriðja Heitið er túlkað og þýtt á ýmsan hátt og fjölbreytilegri en nokkurt annað. Það svarar til sjötta boðorðsins: „Þú skalt ekki drýgja hór". Á frummálinu er talað um „kamesu" sem er leitt af „kama" (ekki karma) sem merkir ástríðu almennt, ekki kynferðislega ein- vörðungu, þótt sú kynferðislega kunni almennt að vera sterkust og hættulegust og tekin sem fulltrúi annarra ástríðna. En það er í anda Heitanna að túlka hvert þeirra í sem víðastri merkingu. Samkvæmt bestu heimildum eru engin ummæli höfð eftir Búddha sem gefa til kynna að hann hafi tekið sitt húskaparform fram yfir annað, fremur en eitt þjóðfélags- form. Ymiskonar fyrirkomulag var þekkt á hinu indv- erska menningarsvæði á þessum tíma. Flest „trúarbrögð" myndu líta á eitt ákveðið form sem hið eina rétta - t.d. einkvæni - og önnur sem röng, og láta þar við sitja. Undirokun konunnar var oftast nær samfara slíkum / formum. I karlasamfélagi „semitískra" þjóða táknaði 6. boðorðið í framkvæmd lítið annað og meira. Búddha beitti sér gegn stéttaskiptingunni indversku, misrétti gagnvart konum og yfir höfuð gegn öllu misrétti. Afstaðan er samskonar og í frumkristni: breytt huglæg 52

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.