Morgunn - 01.12.1991, Síða 6
RITSTJÓRARABB
MORGUNN
En hver er hugsanleg ástæða þess að hin s.k. fyrir-
bæramiðlun er aftur að verða svo áberandi innan
spíritismans sem raun ber vitni í dag. í öllu þessu
framboði, ég vil nánast segja öllum þessum „hrærigraut"
af stefnum, kenningum og aðferðum sem til eru orðnar
og eiga eftir að verða til í þeirri bylgju andlegra mála
sem að ströndum hefur borið, er kannski einmitt orðin
til sama nauðsynin og þá fyrir mannkyn að spíritism-
inn, sem fyrst og fremst færir fólki sönnun fyrir lífi eftir
dauðann með huggun og styrk í því sambandi og
ábendingu um nauðsyn ábyrgðar í framkomu okkar og
lífi, láti til sín taka með jafn áþreifanlegum hætti og
hann gerði á upphafsárum sínum. Og athugið, það er
ekki ákvörðun sem við er hér á jörð búum nú, höfum
tekið eða munum taka, slíkt er ekki á okkar valdi. Við
erum aðeins þjónar og verkfæri í þeirri miklu áætlun
sem hrundið var af stað í Hydesville árið 1848.
Mikið vatn er til sjávar runnið síðan þá og margt
hefur breyst í þjóðfélögum heimsins. Frumherjarnir háðu
marga hildi til framgangs málstaðnum og sjálfsagt hefur
ekki alltaf blásið byrlega. En grundvöllurinn var traust-
ur og á honum byggjum við enn í dag. Spíritisminn
hefur svo sannarlega staðist tímans tönn, hvernig ætti
líka annað að vera, svo raunverulegur og rökréttur sem
boðskapur hans er.
Margir eru þó þeir til sem afneita vilja með öllu því
sem kallað hefur verið líf eftir dauðann, sambands-
möguleikum við „látna" ættingja og vini, andlegum
tengslum á milli fóks á reynsluferð þess hér á jörð og
annars staðar, í þessu lífi og öðrum. Slíkir hafa og
munu alltaf verða til, það getur m.a.s verið hluti af
þeirra lífsferð og námi að afneita slíku. Aldrei munum
við geta sannfært alla er hér á jörð dvelja um tilurð og
raunveruleika þessara mála. Enda er vafasamt að slíkt
væri endilega æskilegt. Þeir sem þörf hafa á og finna
sig knúna til frekari fræðslu og leitar á þessum sviðum
í bland við efnislega reynslu sína hafa öll tækifæri til
4
J