Morgunn - 01.12.1991, Qupperneq 71
MORGUNN
Leiðin til baka í ljósi framtíðarinnar
sem okkur nær að skiljast að lögmálið um sáningu og
uppskeru, orsök og afleiðingu - gildir um alla okkar
tilveru - jafnt í stuttu jarðlífi okkar sem eilífðinni, þeim
mun fyrr tengjumst við þroskalögmálinu, sem starfar
óháð því hversu mikið við streitumst á móti því. En
jafn lengi sem við ekki vinnum af gleði og með góðum
vilja MEÐ því lögmáli, jafnmikið seinkum við þróun-
inni.
Á sama hátt virkar það góða í jákvæða átt og ef hver
einstakur einstaklingur skildi þetta og lifði og fram-
kvæmdi samkvæmt því, þá gæti mannkyn okkar horft
öruggara til framtíðar, í stað þess að lifa í ótta eins og
nú. Hvað okkur varðar sem kristin erum þá ættum við
að sýna í gegnum allt sem lifandi er að Guð er til. Það
er hvorki meira né minna en það sem Kristur biður
okkur um. Jarðlífið er skóli sálarinnar, starfsþjálfun
hennar á efnissviðinu og tilheyrir þeirri þróun sem á sér
stað á ýmsum sviöum.
Lífið er einungis form og okkur ber að skoða það í
eilífðarsamhengi. Þegar manneskja byrjar í skóla þá er
enginn sem heldur að hún eigi bara að læra fyrir
skólann og þann tíma sem hún eyðir þar, hún lærir og
lifir fyrir komandi líf að skóla loknum og hlakkar til
hamingjusamlegs endis.
Hvert jarðlíf er sem ein önn, við lok hennar förum
við aftur heim í hús föður okkar, þar sem, samkvæmt
orðum Jesús, eru margar vistarverur. Sérhvert okkar
getur rólegt og í trausti hlakkað til þess að komast á
nákvæmlega það svið sem passar okkur best í húsi
föður okkar, þar sem þroski okkar heldur áfram með
nýrri reynslu.
Það ætti ekki að vera svo erfitt fyrir nútíma mann-
eskju, svo vön sem hún er tunglferöum og öðrum
tækniundrum, að reyna að aölaga reynslu sína á sama
hátt hinu andlega sviði. Það er jú ekki við sem höfum
fundið upp rafmagnið eða hljóðbylgjurnar, við höfum
einungis notfært okkur þessi fyrirbæri, sem alltaf hafa
69