Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 30

Morgunn - 01.12.1991, Side 30
Nýr heimur er að fæðast MORGUNN verðmætamats fyrir áframhaldandi lífi, minninga og kærleika. Hugur og vitund lifa áfram. Skilnaður við fjölskyldu og vini er alltaf sorgleg reynsla. En fyrir þá sem trúa því að dauðinn ræni þá ástvinum þeirra að eilífu þá hlýtur það að vera hræðilegur atburður. Miðilsstarf færir raunverulega huggun og gleði til þeirra sorgmæddu. Miðilsstarfið bjargar mannslífum. Slík huggun er aðeins einn hluti spíritismans. Stór- kostlegasta blessun miðilsstarfsins er hið nýja líf og sú útsýn sem það gefur yfir það. Efnisleg verðmæti taka að víkja og verða minna mikilvæg og andleg verðmæti sjást í sínu rétta sam- hengi sem hinn eini viðvarandi og haldbæri kostur lífsins. Maðurinn er fyrst og fremst sál og andi, jarðneskt líf hans er einungis áfangi á eilífri leið. Andlegur þroski með þeirri gleði sem honum fylgir, bíður hans. Allt sem hann bætir við andlegt eðli sitt eykur kraft hans og gleði, sérhver andlegur sigur er skref áfram á hinni eilífu vegferð sem færir mannsandann til hærri vitundarsviða og lífs. Gull, skartgripir, peningar eða eitthvert annað form efnislegra hluta eru ekkert í samanburði við andlega fjársjóði manns í andlegum krafti og verðmætum. An miðilsstarfsins getum við ekki verið viss um þetta. Allar trúar og launhelgibækur þessa heims hafa alltaf byggt á þeirri grunnstaðreynd að annað líf væri að loknu þessu. Öll uppbygging kristindómsins hvíldi á birtingu Jesús eftir dauða hans á krossinum. Ef Jesús hefði ekki haft samband við fjölskyldu sína, vini og lærisveina eftir dauöa sinn þá hefði hann gleymst og ekki væri nein kristin trú í heiminum í dag. Miðilsstarfið er lífskraftur spíritismans því það færir stöðuga og lifandi opinberun sannleikans um áfram- haldandi líf og andlegt samband. Sýnum því bæði eldri og núverandi miðlum tímabæra virðingu okkar með því að búa í haginn fyrir þá sem 28

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.