Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 75

Morgunn - 01.12.1991, Side 75
Lolita M. Hughes: KÆRLEIKURINN SEM FRELSAR Mig langar að segja ykkur sögu. Hún er sönn og barst að móðurhjarta sem svar við bæn. Ritningin segir okkur: „alið barnið upp samkvæmt þeirri leið sem það á að fara og það mun ekki víkja af henni". Þetta virtist ekki hafa tekist. Öll þjálfunin, góðu fordæmin og móðurlegu ráðin höfðu virst vera töluð fyrir daufum eyrum. Móðirin var farin að örvænta. Það leit út fyrir að áralöng umönnun og leiðsögn hennar hefði einhvern veginn misst marks og hún þráði að finna svar við því hvar hana hefði borið af leið. Er hún sat í garðinum morgun nokkurn, þá leitaði hún ákaft að leið til þess að hjálpa þessum uppreisnar- gjarna táningi. Henni varð litið á þrjú birkitré sem hafði verið plantað í enda garðsins, fyrir einu ári eða svo. Skyndilega reisti hún sig upp í sætinu vantrúuð á svip. Trén þrjú voru öll orðin býsna há og eitt þeirra var áberandi fallegra, hærra og sterklegra en hin. Upp í hugann skaut minningu uni það hvernig þessum trjám hafði verið komið vandlega fyrir í frjósömum jarðvegi. Tvö þeirra' uxu vel í sólskininu en það þriðja bognaði og virtist ekki geta boriö uppi eigin þyngd sína. Hún hafði bundið það við prik og hlúð alveg sérstaklega aö því, vökvað það, boriö á það, talað við það og beðið það innilega um að rétta úr sér. Eftir marga mánuði hafði því enn ekkert farið fram og virtist meira að segja 73

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.