Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Side 28

Morgunn - 01.12.1991, Side 28
Opið hús - Jólafundur S.R.F.I. MORGUNN okkar, ég tími ekki að nota hann, hann er líka of stór fyrir mig, að stytta hann kemur ekki til greina. Stutt er síðan, trúlega vika, að ég ákvað að fá mér góðan göngutúr, og viti menn, ég tek fram stafinn. Þegar konan sá að ég var með stafinn og sá að ég myndi ætla út með hann, varð hún svo hissa að hún spurði mig hvort ég ætlaði virkilega út með hann. Ég kvað svo vera. Um miðjan göngutúrinn fór ég að sveifla stafnum á ýmsa vegu, svona eins og ég taldi mig muna að ég hefði séð „betri borgara" gera í ungdæmi mínu. Eg sagði Maggý að það færi ekki á milli mála að hér hefði föðurbróðir minn og vinur verið að láta mig vita að það hefði sér vel líkað. í morgun, föstudaginn 7. desember, heimsótti ég konu mína, er þá lá á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, og sagði henni frá því sem að framan er ritað. Ég sagði henni að ég fyndi ekki „Sigríði" í huga mér, þó hefði Maggý sagt að hún hefði sagst hafa þekkt móður mína vel, oft komið til hennar og að hún hefði líka þekkt okkur bæði vel. Ég bað konu mína að hugleiða þetta. Þegar ég svo heimsótti hana í kvöld sagði hún: „Manstu ekki eftir henni Sigríði frænku þinni, sem vann svo mikla handavinnu fyrir okkur á börnin? Auðvitað mundi ég nú strax eftir „Sigríði", mikilli sómakonu, er lést fyrir nokkrum árum. Já það var einmitt hér sem ég sá mest eftir að hafa ekki lagt hin nöfnin á minnið, nöfnin sem Maggý kom með. Þegar ég hóf þessa ritun, þá var það með það eitt í huga að lýsa því sem fram kom hjá Maggý og hvernig það nú hefur sannað sig, en ég sé að þetta er orðið sambland af fundargerð og skyggnilýsingu, sem mér finnst staðfesta það að ég hafi veriö mjög ánægður með hvoru tveggja, fundinn í heild og skyggnilýsingarnar. Þar sem hér er mál að linni, lýk ég þessari frásögn, með þakkæti til allra sem að samkomu þessari stóðu, og þeirra sem fram komu þar. 26

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.