Morgunn


Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.12.1991, Blaðsíða 28
Opið hús - Jólafundur S.R.F.I. MORGUNN okkar, ég tími ekki að nota hann, hann er líka of stór fyrir mig, að stytta hann kemur ekki til greina. Stutt er síðan, trúlega vika, að ég ákvað að fá mér góðan göngutúr, og viti menn, ég tek fram stafinn. Þegar konan sá að ég var með stafinn og sá að ég myndi ætla út með hann, varð hún svo hissa að hún spurði mig hvort ég ætlaði virkilega út með hann. Ég kvað svo vera. Um miðjan göngutúrinn fór ég að sveifla stafnum á ýmsa vegu, svona eins og ég taldi mig muna að ég hefði séð „betri borgara" gera í ungdæmi mínu. Eg sagði Maggý að það færi ekki á milli mála að hér hefði föðurbróðir minn og vinur verið að láta mig vita að það hefði sér vel líkað. í morgun, föstudaginn 7. desember, heimsótti ég konu mína, er þá lá á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, og sagði henni frá því sem að framan er ritað. Ég sagði henni að ég fyndi ekki „Sigríði" í huga mér, þó hefði Maggý sagt að hún hefði sagst hafa þekkt móður mína vel, oft komið til hennar og að hún hefði líka þekkt okkur bæði vel. Ég bað konu mína að hugleiða þetta. Þegar ég svo heimsótti hana í kvöld sagði hún: „Manstu ekki eftir henni Sigríði frænku þinni, sem vann svo mikla handavinnu fyrir okkur á börnin? Auðvitað mundi ég nú strax eftir „Sigríði", mikilli sómakonu, er lést fyrir nokkrum árum. Já það var einmitt hér sem ég sá mest eftir að hafa ekki lagt hin nöfnin á minnið, nöfnin sem Maggý kom með. Þegar ég hóf þessa ritun, þá var það með það eitt í huga að lýsa því sem fram kom hjá Maggý og hvernig það nú hefur sannað sig, en ég sé að þetta er orðið sambland af fundargerð og skyggnilýsingu, sem mér finnst staðfesta það að ég hafi veriö mjög ánægður með hvoru tveggja, fundinn í heild og skyggnilýsingarnar. Þar sem hér er mál að linni, lýk ég þessari frásögn, með þakkæti til allra sem að samkomu þessari stóðu, og þeirra sem fram komu þar. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.