Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 23

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 23
1 SJÓMAÐURINN 15 Klukkan rúmlega 10 voru næslum allir skip- verjar koihnir um borð og voru allir ómeiddir. Höfðu þcii' bafsl við í neðjanjarðargöngunum um nóttina og lágu margir bar mcð þeim. Var aðbún- aður vitanlega illur. Rélt um 10 levtið ösluðu 4 stór þýzk herskip inn á höfnina og auk þess 2 stór herflutningaskip. Lögðust þessi skip upp að bryggju og hersveitir gengu á land. Þeim var vitanlega ekkert viðnám veilt. Herverðir voru nú scttir um opinberar bygg- ingar og þýzkur herfáni dreginn að stöngum á Iiinmn belztu þeirra. Þar með var hertöku Krist- jánssands lokið. Sldpstjóri okkar og fvrsti stýrimaður fóru nú að reyna að ná tali af skipamiðlaranum og kon- .súlnum. Skipamiðlarinn var flúinn en hervörður var kominn að bústað konsúlsins. Skýrði hervörð- urinn þeim félögum svo frá, að þeir yrðu að koma síðar sama dag. Gerðu þeir það og náðu tali af konsidnum. En Iiann skýrði þeim frá því, að þar sem Þjóðverjar væru búnir að hertaka bæinn yrði að snúa scr með allt til þeirra. Ætlunin var að fá leyfi til að fara út úr höfninni, ef skipið reyndist þá sjófært og að fá levfi til að senda símskeyti heim lil útgerðarinnar og skýra frá hvernig kom- ið væri. Ég vil gela þess bcr að nokkrir hásetanna lmrfu nú allt í einu og komu ekki fram fyrr en eftir 5 daga. Höfðu þeir villst upp i lest sem fluttu þá, ásamt flóttafólki, burtu úr bænum. Tóku Norð- menn þá fasta og grunuðu liá um að vera þýzka njósnara Voru þeir yfirheyrðir af ýmsum yfir- völdum, en lentu síðast hjá flóttafólki, en þegar Þjóðverjar tóku einnig þann stað, þar sem þeir höfðust við, tókst þeim að komast til okkar aftur. Tvisvar sinnum, daginn sem skipstjóri talaði við konsúlinn, gerðu enskar sprengjuflugvélar árásir á Kristjánssand, en litlar skemmdir urðu, enda liröktu þýzkar flugvélar þær á flólta. A þessu gekk allt af. Flestir skipverja sváfu um nætur í neðan- jarðargöngunum, en nokkrir voru um borð í skip- inu. Allt af vorum við að reyna að fá leyfi til að fara eða að senda skeyti, en það gekk stirðlega. Okkur var sagt um þetta levli, að i hafnarvíginu befðu verið sárafáir menn. en þeir hefðu ekki gef- ist upp fvr en þeir fengu skipun, sem talin var vera frá Oslo um að gefast upp, en það reyndist siðarmeir falsskipun. Þá var okkur og líka sagt, að 17 herskip befðu tekið þátt í árásinni á bæinn. Manntjón i bænum varð töluvert og fjölda marg- ir særðust. Þegar árásin var gerð lágu tvö norsk eftirlitsskip á höfninni: „Gyllir“, eins og áður segir, og „Óðinn“. Börðust þau bæði gegn ofur- el'linu og áður en sjóliðarnir á „Gylli“ gáfust upp, brutu þeir fallbyssurnar og vélar skipsins og köst- uðu hlutum úr þeim í sjóinn. Á fimnita degi eftir árásina fengum við leyfi til að senda skevti til útgerðarinnar um atburðina, en okkur var neitað um leyfi til að fara með skipið. Sama dag og við fengum þetta skeyti, komu 12 brezkar sprengjuflugvélar og gerðu harða árás á höfnina og flugvelli tvo, sem þarna eru í gi'end. En ég get ekki sagt, að þessar árásir bæru mikinn árangur. Meðan árásin stóð yfir, fóru allir skip- verjar í land, nema einn. Næstu nótt eftir þennan atburð vöknuðum við skyudilega við ægilega skothríð utau af sjó. Var þá mikill viðbúnaður af Þjóðverja bálfu. Um borð lil okkar komu sex hermenn með vélbvssur og stilltu þeim upp. Var nú búist við að Bretar væru að brjótast inn til bæjarins á herskipum, en þegar leið á nóttina liætti skothríðin og hermennirnir fóru í land. Síðar, eða undir miðjan dag komu fimm þýzk herskip inn á höfnina. Sjóorusta hafði verið úti fyrir og var talið að enska flotanum befði lekisl að sökkva herflutningaskipum með þúsund- uin hermanna. Að minnsta kosti fóru nú að berast fréttir um þúsundir lika þýzkra hermanna á floti í Skagerak. Mörg lik voru tekin á land i Kristjáns- sand. Óbreyttir hermenn voru brenndir, en for- ingjar munu haf'a yerið jarðsettir i kirkjugarð- inum. Um þetta leyti kom til mikillar orustu við Ev- jemöen, en það er ekki alllangt frá Kristjánssand. Nú hafði Norðmönnum tekist að ná saman nokkru liði og lögðu þeir þegar til orustu. En vitanlega var það vonlaust, eins og komið var, og þeir töp- uðu orustunni. í bessu sambandi skal ég taka það fram, að það er mjög líklegt, að Norðmönnum hefði tekist að verja land sitl gegn þjóðverjum, ef þeir hefðu verið svolitið undirbúnir og árásin ekki komið þeim gjörsamlega á óvart. Eftir margar bónorðsfarir og mikið umstang fengum við loksins leyfi lil að láta gera við skipið. Vil ég taka það fram, að í. öllu þessu veilti Vil- hjálmur Finsen, sem þá var sendisveitarfulllrúi í Oslo, okkur hina mikilvægustu aðstoð. Hann var sannarlega góður vinur okkar á þessum erfiðu tímuin. Við létum vitanlega ekki standa á okkur og við skipið var gert eins fljótt og liægt var. Fór sú framkvæmd fram i skipaviðgerðarstöð, sem var um 2 milur frá bænum. Þegar lienni var lok-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.