Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 38
30
S JÓMAÐURINN
hlutu að vera vitarnir á hafnargarðinum eða ljós-
ker á slcipum.
Þegar koniið var fram'á kvöldið var orðið svo
þreifandi dimmt að ómögulegt var að vinna leng-
ur. Sören Knop gekk að ræsinu og athugaði verkið.
Eftir að liann liafði athugað það gaumgæfilega
þóttist hann viss um, að allt væri nú örugt, og
óhætt væri að fara heim.
Enn þá hafði sjórinn hækkað töluvert, og löðr-
ið skvettist inn yfir flóðgarðinn.
Ilann hækkar enn, sagði Las-Pieter og þurrk-
aði hendurnar á ernuun sér.
Jæja, nú höfum við gerl þaðf sem liægt er
að gera, sagði Sören Knop.
— Ég held að hann rvðji flóðgarðinum um koll,
sagði Las-Pieter.
— Þú átt alltaf von á því versta, en við skulum
vona, að allt fari vel, sagði Sören Knop.
Það liefir aldrei neitt blessast fyrir mér,
sagði Las-Pieter eftir stundarkorn.
Svo lögðu þeir af stað heimleiðis yfir engin.
Þeir gengu hægt vfir engin og loks kom-
usl þeir heim að hænum, þar sein Ijós var i
hverjum glugga.
Bærinn stóð nærri því á miðri eynni og um-
Iiverfis hann voru korn- og heystakkar frá sið-
ustu uppskeru. Inni á milli stakkanna var ofur-
lítill róðrarhátur, sem börn Sören Knops notuðu
á sumrin, en á haustin var hann dreginn heim að
hænum.
Þegar heyrðist í tréskóuum þeirra á hlaðinu,
voru dyrnar opnaðar og Maren Knop kom fram
í dyrnar.
- Þú kemur seint heim, Sören Knöp, sagði hún.
— Já, það þurfti að fvlla ræsið, það var erfitl
verk, og það var ekki hlaupið að því.
Hann og Las-Pieter gengu inn í stofuna, rjóð-
ir í andliti, en allir leirugir.
Borðstofan var stórt herbergi, fátæklega búið
að húsgögnum. Fram með veggjunum voru laus-
ir hekkir, og framan við ]iá var stórt horð. Bað-
stofan var ennfremur svefnherbergi fjölskyld-
unnar.
Auk Sören og konu hans, voru: Kristín, nítján
ára gömul, há og grannvaxin, fölteit í framan með
rauða hletti i kinnunum. Andlitsdrættir hennar
voru stirðlegir, eins og títt er um fólk, sem um-
gengst fáa, og varir liennar virtust ekki skapaðar
til kossa. Ekki var heldur mikið fjör í daufbláum
augum hennar. Auk hennar voru þrjú börn,
Lísa, fjórtán ára gömul, og tveir litlir drengir.
Nú voru allir komnir inn í baðstofuna, og kvöld-
maturinn var borinn á borð.
Maren Knop sat fyrir enda borðsins og tautaði
borðbæn. Las-Pieter starði á grautarfatið, mund-
aði tréskeiðina og var viðbúinn að ráðast á bráð
sina, þegar færi gæfist. Hann gaul augunum til
Kristínar og sá, að liún var óvenjulega föl þetta
kvöld. IJún klemmdi saman varimar, og' rauðir
blettir sáust í kinnum hennar.
Loksins var búið að lesa borðbænina og þá var
tekið til snæðings.
Sören Knop talaði. um ræsið, sem þeir höfðu
verið að fylla. Samtalið var fjörlaust og utan
garna. Það var eins og þelta umræðuefni leiddi
hug fólksins að sjónum, og stormurinn skók liús-
ið, svo að glamraði i rúðunum. Allir hlustuðu á
hamfarir stormsins og liorfðu út í gluggana. Það
var eins og liafið þeytti löðri sínu á rúðurnar.
Sören Knop lagði hnif og matkvísl á borðið og
fór lit, til þess að gæta að, hvort þakið hefði ekki
hilað. Hann komst upp á loflið og gekk fram með
þakinu, sem bylgjaðist undan átökum stormsins,
og hann sá, að vindurinn liafði sprengt annan gafl-
inn. Loftið titraði undan stormkviðunum. Hann
heyrði fólkið tala niðri í baðstofunni, og honum
fannst það tala svo hátt. Hvers konar órói og
eyrðarleysi var þetla í fólkinu? Utan úr hestluis-
inu heyrði hann hestana tyggja beizlismélin, og
kýrnar bauluðu. Hann vissi samt, að þær hlutu
að liafa nóg i jötunum. Brúna hryssan hneggjaði.
Hann fór út á liláð og sýndist Iiann sjá eitthvað
dökkleitt milli heystakkanna.
-Er ]iað Las-Pieter? kallaði hann, en enginn
svaraði.
Svo fór hann inn i gripahúsið, og hann heyrði
það á skepnunum, að þær þekktu liann. Hn’ssan
nuddaði snoppunni upp við liann, um leið og liann
fór fram hjá.
Að lokinni máltíð settist Las-Pieter út í skugg-
ann við ofninn og gaut augunum annað slagið til
Kristínar, en hún leit naumast á hann. Honum
fannst vera þjáningarsvipur á andliti liennar.
Hvers vegna þjáðist Kristín? liugsaði liann. Hvern-
ig gal staðið á því?
Hann gekk út og labbaði i áttina til hálmstakk-
anna, þar sem róðrarbáturinn var. Hann þreifaði
sig fram í myrkrinu. Jú, þarna fann hann árarn-
ar. Svo svipti liann seglinu ofan af bátnum og balt
liann fastan við staur, sem stóð þar rétt hjá. Hann
heyrði Sören Ivnop koma eftir hlaðinu og rétl á