Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 46
38_________________S JÓM AÐURINN
Frægir sjóræningjar.
~p lTT AF ÆFINTÝRALEGUSTU timabilum í
sögu sjómennskunar var seinni hluti hluti
17. aldarinnar, þegar Ameríka var enn á gelgju-
skeiði, vald Spánverja á liöfunum var að hrynja
og Englendingar voru i miklum. uppgangi.
Ef maður les um atburði jjessa tímabils fer
ekki lijá þvi, að andardráltur manns verði örari
og roði færist í kinnarhar. Án þess að Englend-
ingar gerðu raunverulega neitt lil að koma í veg
fyrir ]>að, herjuðu sjóræningjarnir í Vestur-Indí-
um og meðfram. ströndum Mið-Ameríku og eyði-
lögðu að síðustu algerlega siglingar á þessum slóð-
um. Þetta varð vitanlega til tjóns fyrir alta, en
ægilegast varð tjónið fvrir Spánverja, sem í ára-
tugi höfðu flutt geysilega fjársjóði yfir liafið,
heim lit gamla tandsins.
Tíminn var kominn til þcss, að Engilsaxar
vildu fá sinn hluta og þetta varð til þess, að gefa
víkingaöldinni nýjan og blóðugan *þrótt. Sam-
kvæmt tilfinningu nútímamannsins og skoðunum,
heittu víkingarnir liræðilegi’i grimmd og það
gcrðu þeir jafnvel að ástæðulausu. Þegar búið
var að taka skip, og ef vikingarnir vildu ekki
halda því, voru skipverjar ]>ess fy.rst drepnir og
skipinu sjálfu síðan sökt. Það var til dæmis mjög
algeng skemmtun sjóræningjanna, þegar þeir
höfðu tekið slík skip, að drepa skipsmennina með
þeim hætti, að láta þá með bindi fyrir augum
ganga út á fjöl, sem stungið var yfir borðstokk-
inn og veðjuðu sjóræningjarnir siðan um ])að,
hver hinna dauðadæmdu gæli slaðið lengst á fjöl-
inni, án þess að falla i Iiafið og verða hákörlun-
um að bráð. Þetta tilheyrði vitanlega ekki at-
vinnuvegi þeirra, sem var raunverulega ekkert
annað en að ná i fjármuni, en atvinnuvegurinn
skapaði manninn, og það mega sjóræningjarnir
ciga, að ef það lánaðist að taka þá fasta, þá tóku
þeir fyrst ægitegum pvndingum og síðan dauða
sinum með frábærri karlmennsku. í orustum
sýndu þeir mikla hreysti og lögin, sem þjónar
hins svarta fána urðu að lúta, voru þau ströng-
ustu, sem nokkrir menn hafa nokkru sinni sctl
sér. —
Foringjar vikinganna voru oft m.iog vei gefnir
menn. Þegar allt sameinaðist i einni og sömu per-
sónu: fégræðgi, mefnaðargirni, öfundsýki, hug-
rekki, snarræði, gáfur og viljastyrkur, þá var ekki
Bóndasonurinn frá Wales, sjóræninginn Henry Morgan.
furða, þó að forystumenn víkinganna væru sann-
arlegir karlar í krapinu. Nöfn víkinga lýsa gegn-
um söguna og maður fvllist hálfgerðum ótta, þeg-
ar maður heyrir þau: Scarfield, Brand, Blueskin,
Lolonois, Blackbeard, Kid, Roberts, Avery, en
frægasta nafnið í þessum óhugnanlega Iiópi er þó
Henry Morgan. Sjaldan hefir peningagræðgi,
blóðþorsti og grimmd náð svo langt eins og Iijá
þessum. manni. Og hann Iauk ekki æfi sinni í gálg-
anum, heldur var þessi fyrverandi liáseti gerður
að landstjóra á Jamaica. Þar átti hann að gæta
laga og réttar, maðurinn, sem alltaf hafði skapað
sjálfur sin eigin lög og brotið öll önnur.
Henry Morgan var fæddur i Wales og var af
bændafólki kominn. Það var ákaflega erfitt aö
tjónka við drenginn í æsku og faðir lians hrós-
aði bara bappi, þegar hann livarf skyndi-
lega í fjárgæslunni og lagðist i æfintýri. Einnig
i þá daga þekktist það, að „vinna fyrir ferðinni“,
Jjegar ungir menn ætluðu lil Ameríku. Þetta gerði
Henry, hann seldi sjálfan sig sem þærl í eitt eða
tvö ár. Þegar hann kom til Ameríku var hann
Frh. á hls. 40.