Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 50

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 50
42 SJÓMAÐURINN y ETURINN 1914, þ. 17. des., lagði e. s. Nord- lcap af slað frá Blytli í Englandi með kola- farm til Haugasunds í Noregi. Eg var ])á há- seti á þvi skipi, og uin leið var það fyrsta gufu- skij)ið, sein ég var á, þá nýbyrjaður að sigla. Þetta skip var aðeins 800 tonn, eign Wrangels konsúls i Haugasundi, sem enn rekur mikla út- gerð þar. Fátt var nú aðlaðandi eða skcmmtilegt um horð í gamla Nordkap. Hann liafði liáseta- og kyndaraíhúðir undir ])akka, sem alltaf lielltisl sjór niður í, ef nokkuð var að veðri. Hásetar voru fjórir, einn Norðmaður, einn Svii, einn Rússi og ég, íslenzkur; svo var einn hátsmað- ur, sem lika var Rússi, en norskur borgari, gifl- ur norskri konu og ])jó í Haugasundi. Stýrimaður var ekki nema einn, en bátsmað- urinn hafði eittlivert próf, og var hann venju- Iega fjrrir skipstjóravagtinni. Skipstjórinn var 70 ára gamall öldungur, en þó mjög ern. Honum þótti gotl Whisky, og var oft við skál. Mér þótti vænt um liann, því að hann var alltaf mjúkur í máli við mig, þó ég gerði ýmsar skissur. Stýrimaðurinn var ungur maður, sem ekki var alltaí' sem nærgætnastur við okkur liásel- ana. Það var að minnsta kosti víst, að við vor- um allir hjartanlega sammála um, að verri gæti hann tæj)lega verið, enda kom þar að lokum, að bátsmaðurinn og við allir hásetarnir geng- um í land frá skijhnu í Frakklandi nokkru síð- ar, og ástæðan var auðvitað sú, að við þótt- umst ekki geta siglt með honum lengur. Ég tek þetta fram til skýringar á þessari stuttu frásögn, sem hér fer á eftir. Við lögðum sem sagt af stað til Noregs þann 17. desember, og hrepptum slrax versta vcður. Ófriðurinn mikli var þá byrjaður, og þó hann væri ekki þá kominn í algleyming, voru þó tundurdufl og annar ófögnuður farinn að gera vart við sig í Norðursjó. Við sigldum því grunnt norður með Skotlandi, en ekki höfðum við lengi siglt, er Nordkap gamli hætti að hamla á móti veðrinu. Vindur var á norðan og rákum við nú svona skáhallt suðaustur í Norðursjó. Land sást ekki tengur, stundum gekk og stundum rak. Á aðfangadagskvöld kl. (5 vorum við þó komnir lil Haugasunds heilu og höldnu. Var nú skij>- ið bundið fast, og gengið vel frá öllu. Það lá vel á þeim gamla (skij)stjóranum) ])á, og sagði liann að nú gætu allir farið i land og haldið jól; skipið væri vel bundið og þvi væri óbætt, jafnvel þó enginn væri um borð. Allir áttu að einhverju að liverfa í landi, að undanskildum mér og rússneska hásetanum. Það fóru því all- ir i land, nema við. Um mat var ekki verið að hugsa fyrir okkur, heldur vorum við látnir eiga okkur. Við liöfðum fengið peninga hjá skij)- stjóra, áður en hann fór í land. Félagi minn skraj)|) þvi i land, og beiddi ég hann að kauj)a fyrir mig kökur um leið, og lofaði hann því. En er hann kom aftur um horð, reyndist hann hafa gleymt því. Var liann þá vel við skál, og svo hafði hann nestað sig með tveimur flöskum af brennivíni. Ég varð daufur við að fá ekki kökurnar, en nú höfðu kirkjuklukkurnar hringt hátíðina inn, og öllum búðum var lokað. Mér þótti þetta mjög mikið, og vildi því alls ekki taka þátt i drykkju- gildi félaga míns, þrátt fyrir það, að liann út- skýrði fyrir mér með mikilli andagift, að það eina, sem við gætum gert, væri að hressa okk- ur ó brennivíninu Iians. Ég vildi þó ekki með neinu móti þiggja boð hans, og tók hann þá að hölva mér á öllum mögulegum tungumálum, og kvað mig njóta þess, að það væri stórhátíð, ella myndi hann kenna mér að taka ráðum mér meiri manns. Ég fh’dti mér í „koju“ og breiddi upp fyrir höfuð. Hugur minn hvarflaði til lið- inna jóla, sem ég hafði lifað í heimahúsum, og saknaði ég þeirra mjög; mér fannst alll líta svo leiðinlega út, vinalaus í ókunnu landi, einn með drukknum manni í dimmum, leiðinlegum hásetaklefa. Það var lílið jólalegt við þetla, og vonir mínar um skemmtileg jól voru að engu orðnar. Ég gægðist undan teppinu og sá, að félagi minn var farinn að dotta fram á borðið. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.