Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 58

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 58
50 SJÖMAÐURINN annað. Þó var eiginlega ekki beinlínis ætlast til þess að spurningunni yrði svarað beint, þetta var einliverskonar kurteisisávarp, sem þýcldi raun- verulega, að sá, sem spurði liefði ekkert á móti þeim sem spurður var og að hann byggist við ein- um „umgangi“. Eg bað samstundis um sjö romm- glös og þegar stúlkan var búin að koma með þau á borðið vorum við öll orðin beztu vinir og töluð- um um allt milli bimins og jarðar, eins og við hefðum þekkst í mörg ár! „Þér lilýtur að leiðasl hérna meðal allra þessara fínu og koslbæru stelpna. Þú ættir að fara út í Paliro, þar myndu stúlkurnar slást um þig, dreng- ur minn.“ Svo sagði hann margar sögur um dá- semdir Paumotu-eyjanna: „Engir ferðamenn, að eins innfæddir, brúnar stelpur í tylftatali, sem slást um livern hvílan mann sem þangað kemur, fiskur og kókoshnetur á hverjum morgni, um miðjan daginn og á kvöldin og rommpúns!“ „Eg sigli á morgun með „Yahine Taliiti", lienni sem liggur þarna og rykkir í strengina,“ sagði hann og benti niður á hafnarbakkann, þar sem livei- livítmáluð skonnortan lá við liliðina á annari. Þegar eg spurði, livað ferðin myndi kosta mig og bvert ætti að fara, svaraði Cliris skipstjóri: „Þrjár flöskur af rommi!“ Það var sannarlega ódýrt, þegar þess var gælt, að ferðin hlaut að taka minst þrjár vikur báðar leiðir, með einnar viku dvöl á eyjunni Það var að- eins ein flaska á viku. Og rommflaskan kostaði aðeins 10 franka. Við áttum að sigla kl. 3 og eg kom á ákvörðun- arstaðinn hálftima áður með böggul mikinn, nokkrar skyrtur og ýmsa smáhluti, ennfremur dálitla körfu með niðursuðuvörum, tóbaki og dós af kaffi. En þegar klukkan var orðin 4 var skip- stjórinn enn ókominn. Nokkrar gamlar konur i svörtum síðum búningi sátu á kössum á þilfar- iuu, þrír brúnir smástrákar lágu endilangir undir sólseglinu á þilfarinu og fjórar telpur á aldrinum 14—15 ára sátu á hækjum sér á rykugri hafnar- bakkabrúninni, flyssuðu og litu forvitnislega á mig. Eg brosti einnig til þeirra, en samstundis faldi ein þeirra sólskinsbros silt i höndum sér, en liinar sneru við mér baki, fljótlega létu þær mig þó sjá binar hvítu tennur sínar aftur! Og þannig leið heil klukkustund, skipstjórinn lét ekki sjá srg. Á þilfarinu unnu nokkrir pólynesiskir sjómenn, bundu kaðla og lagfærðu hluti, en við og við stukku þeir á land, fóru í knæpuna og skiftu einni rauðvínsflösku á milli sín. Enginn þeirra skildi frönsku svo að það var ómögulegl að fá að vita, bvenær við áttum að sigla. Sólin var að liverfa bak við Moreasfjöllin. Kvöldkyrðin var að færasl yfir. Fólk gekk um liafnarbakkann. Ungar stúlk- ur fóru frarn hjá á fallegum japönslcum reiðlijól- um. Ferðámenn söfnuðust saman á svölum „Veiðiklúbbsins“ og fengu sér svaladrykk. Síðustu geislar sólarinnar glitruðu á rauðu þaki kaþólsku kirkjunnar. Hlerarnir voru setlir fyrir búðarglugg- ana meðfram strandgötunni. Frá „Sages kaffihús- inu“ heyrðust harkalegir tónar fransks söngvara. Smátt og smátt voru ljósin kveikt i Papeete. Svartklætt fólk gekk lil kvöldbæna og annað rölti heim til matar. Klukkan i kirkjuturninum sló 7. Farþegarnir á „Vahine Tahiti“ reyndu að liafa ofan af fyrir sér. Þeir ýmist lágu á þilfariuu, sálu á borðslokknum, röltu um uppfyllinguna eða kvöddu vini sína, sem höfðu fylgt þeirn til skips. Þessar kveðjur tóku langan tima, því að flestir höfðu komið til skips klukkan 4V2- Tveir brúnir drengir og ein stúlka komu með nokkrar stórar, fléttaðar körfur, sem þau miklu fremur dróu á eftir sér en báru. Stúlkuna þekti eg. Hún var dóttir gamla plantekrnverkamannsins. Þegai' eg spurði hana bvenær við myndum leggja af stað og hvar skipstjórinn myndi halda sig, varð hún mjög undrandi og sagði: „Chris situr þarna í knæpunni, þar hefir hann verið allan tímann.“ Hún benti á litla Kínverjaholu skamt undan, en fyrir ofan dyrnar hékk lilið ljósker, sem varp- aði fná sér daufri, gulri birtu. Frá knæpunni hyerðist dauft glamur í flöskum, glösum og disk- um. Af kínversku letri yfir knæpunni mátti ráða, að þarna réði Choon Sing ríkjum. Eg fór með stúlkunni lil knæpunnar og þar fann eg Chris í samræðu við perlúsala og tvo kynblendinga. „HaIlo“, kallaði bann, þegar hann kom auga á okkur, ýtti að okkur óhefluðum bekk og bað um „Miehoon“, kínverska hænsasúpu, sem liinn grindhoraði „Sonur himinsins“ fór að iaka til. Við héngum heilan klukkutíma þarna hjá Cboon Sing, en loks stóð Chris á fætur og sagði, að nú væi’i víst kominn tími til að leggja út úr firðinum. Klukkan var að verða 8%! „Á Iiún að fara með?“ spurði liann, þegar við komum um borð og benti til stúlkunnar. „Það held eg ekki,“ svaraði eg og varð víst eitt- hvað undarlegur á svipinn, þegar hann sagði, að ef hún ætti að fara með, þá yrði eg að borga tvær flöskur af rommi fyrir hana til viðbótar.

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.