Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 59

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Blaðsíða 59
S JÓM AÐURINN 51 „Skildu liana eftir, þær eru niiklu betri á Rahi- roa,“ sagði skipstjórinn. Við tókum stefnuna í hánorður. Þessa nótt svaf eg á þilfarinu milli margskonar farangurs og hrúnlitaðs fólks. Eg lá við hliðina á tveimur polynesiskum drengjum, heint ,á móti stelpunum fjórum, sem eg liafði séð á liafnarbakk- anum. Rétl eftir miðnætti kom Chris og lagði sig við hlið mér. Hann sagði um leið og hann rétti mér sígaréttu: „Það er sannarlega gott að vera laus úr þessari bölvaðri Iiolu Hvar geymirðu romm- flöskurnar?“ Eg fékk honum flöskurnar þrjár. Greiðsluna fyrir ferðina. Hann l)ölvaði Papeete og blótaði svo kröftuglega að drengirnir vöknuðu. Svo þagn- aði hann, rétti úr hinum stóra líkama sinum á jíilfarinu og horfði upp í blikandi stjörnurnar, sem visuðu okkur leiðina vfir spegilslétt hafið. Við vöknuðum með sólarupprás, þegar himinn og liaf runnu saman i grámóðu og kyrð. Þetta var undursamleg fegurð! Þokulijúpur morgunsins í öllum regnbogans litum! Það var eins og að horfa itm í geysistóra perluskel! Mér var liugsað til íbúa milljónáborganna, sem verða á Itverri nóttu að sofa innan þröngra veggja, veggfóðraðra komm- óðuskúffa. Allan daginn sigldum við fram hjá lit- ríkum smáeyjum með einkennilega fallegum nöfn- um: „Tureia“, „Vana-Vana“. — Sólin skein frá heiðum himni. Á ströndunum stóðu gevsistórir kokospáhnar og sveigðust til í hlænum. í hæfi- legri fjarlægð frá pálmaklæddum ströndunum sneyddi „Vahine-Tahiti“ fram hjá kóralskerjun- um og á ströndunum sáum við i sjónaukunum hrúna menn standa og stara á farkostinn okkar. Við fórum farm hjá nokkrum fiskibátum með miklum drifhvítum seglum. Undir kvöld nálguð- uihst við fyrstu eyjuna, sem við áttum að koma við á og losa þar „corned beef“, dósamjölk og sykur frá Ástralíu. t fi daga fórum við frá einni evjunni til annarar, tókum farþega, sem ætluðu til annara eyja, tókum perluskeljar og „copra“ svo að mikla ólykt lagði um alla skonnortuna - já, við fengum jafnvel dauðan mann með i illa gerðum trckassa! Það átti að grafa liann á fæð- ingarey lians. Á sjöunda deai um morguninn til- kynti drengur, sem hafði klifrað unp i mastur. að nú sæisl lil Rahiroa. Þegar eg fékk bessar frétlir var eg að raka mig. Eyjan var svo lág, að hún sásl ekki fyr en fáar milur voru ófarnar til hennar. Smátt og smátt komu pálmatrén á hvitri strönd- inni í ljós og eftir ekki aJveg hættulausa siglingu um örmjótt sund í kóralskerinu komum við inn á spegilslétt lónið við eyjuna. Á ströndinni stóðu hinir fáu íbúar eyjarinnar i finustu fötunum sin- um, karlmennirnir í nýstroknum hvítum huxum og skyrtum og konurnar í saumuðum kjólum með stóra stnáhatta á höfðum sér. Akkerið var látið falla og í litlum seglhátum fórum við svo upp að ströndinni. Þarna stóðu litlir litríkir hamhuskofar i skuggum pálmatrjánna, kaþólskt safnaðarhús, sem virtist vera í mikilli niðurníðslu og hin óhjákvæmilega Kínverjakrá Eigandinn stóð sjálfur á ströndinni og stjórnaði nokkrum innfæddum mönnum, sem voru að taka á móti stórum tindósum, kössum og sekkjum og alt var flutt í búðarlioluna hans, sem jafnframt var knæpa eyjarinnar. All voru þetta vörur frá Evrópu. „Allur þessi fjandi eyðileggur tennur þeirra,“ sagði Chris við mig, þegar við gengum um pálma- Iundinn, lieim að kofa höfðingja eyjarinnar. „En stjórnin græðir, guli djöfullinn græðir, og horgar skatta af gróðanum, og, ja, eg græði vitanlega dá- litið á því að flytja þetta rusl hingað. Þó græði cg meira á kopraflulningumun. Nei það var alt betra í gamla daga!“ Svo sagði hann mér dálítið frá gömlum dögum, þegar aðeins sárafáir hvítir menn sigldu milli eyjanna og stálhraustir innfæddir sjómenn, hestu sjómenn veraldarinnar, eins og hann kallaði þá, sáu um alt slikt ferðalag. Höfðingi eyjarinnar var ekki gamall Hann brosti unglingslega til okkar þegar við komum og sagði: „Iaroana“, en þannig heilsa Polynesar gestum sínum. Chris skipstjóri stjórnaði samtalinu. Eg skildi ekki hvað þeim fór á milli. en þó vissi eg að þeir ræddu um Kopra og perluskeljar. En slíkan varn- ing átti Chris að taka með sér þegar hann færi. Fyrir utan kofa höfðingjans var okkur vísað til sætis á tveim trékössum og smádrengur sótti ung- ar kokoslmetur upp i næsta pálma, skrældi þær og hauð okkur hinn ágæta drykk. Frá ströndinni harst hlátur til okkar og þrumur hrimsins úr klettunum skamt frá, en í pálmalundinum, þar sem við sátum, var kyrð og friður. Cliris sló úr pípunni sinni, en höfðinginn skýrði nákvæmlega tra því, sem við hafði borið á eyjunni síðan „Va- hine Iahiti“ kom síðast. Skipstjörinn hreytti við og við jáyrði id úr sér, kinkaði kolli til samþykkis, en virtist hinsvegar ekki vera áhugasamur fyrir efninu. Alt í einu virtist alt verða kvikt milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.