Bankablaðið - 01.07.1985, Page 42

Bankablaðið - 01.07.1985, Page 42
SPARISJOÐIRNIR Sparisjóðir voru fyrstu peningastofnanir hér á landi. Sparisjóð- irnir hafa ætíð stefnt að því að ávaxta sjóði og sparifé almennings á tryggjan hátt í hverju byggðarlagi. Sparisjóðirnir hafa jafnan með útlánum sínum leitast við að styðja uppbyggingu atvinnulífs og framfara ásamt því að styrkja afkomu heimilanna á viðskipta- svæði sínu. * T A I A fimmta tug sparisjóða eru nú starfræktir í landinu. Sparisjóðirnir byggja á sameiginlegri hugsjón, sama skipulagi og njóta sömu starfsheimilda. Hver sparisjóður er fyrst og fremst bakhjarl síns byggðarlags. Sparisjóðirnir hafa ætíð stefnt að því að ávaxta sjóði og sparifé almennings, en saman stuðla þeir að valddreifingu í peningamál- um og jafnrétti milli byggða. Sparisjóðirnir eru ekki útibú, heldur net sjálfstæðra peninga- stofnana, sem myndað hafa samband m.a. til þess að tryggja við- skiptavinum sínum hliðstæða þjónustu. Þannig geta viðskipta- vinir sparisjóðs sinnt sparisjóðsviðskiptum sínum í nánast hvaða sparisjóði sem er.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.