Dropar - 01.01.1927, Qupperneq 18
ert, ])ó að þú aðeins biðjir með huganum. Og mundu
að elska liann mest af öllu, því að hann elskai' þig
og yfirgefur þig aldrei, ef þú gleymir ekki að biðja
hann, og þó að þú missir alt annað, ertu nógu rík,
ef þú átt hann. En þó að þú eignist allan heiminn, er
það einskisvert, ef þú missir Krist, það er að segja,
ef þú gieymir Jionum. Hann gleymir þjer aidrei. Á
jólunum minnumst við á sjerstakan^hátt þessarar
dýrmætu gjafar, og al' því að við erum þá svo óum-
ræðilega glöð, langar okkur líka til að gleðja aðra,
og þess vegna gefum við hver öðrum einhverja litla
gjöf, svo að allra fögnuður megi renna saman í eina
kærleiksheild á þessari blessaðri hátíð. Mundu nú vel
það, sem jeg liefi sagl þjer, barnið mitt. Og nú skul-
um við flýta okkur upp. Klukkan er bráðum 6, og
þá býrjar hátíðin, og afi kemur stundvíslega að lesa“.
Jeg hugsaði margt, en talaði fátt. Nýtt ljós var
runnið upp í sál minni. Nú fyrst skildi jeg jólin,
skildi, að ekkert var dýrðlegra í allri tilverunni en
jólin. Þegar við komum upp, var baðstolan og all-
ur bærinn fram i fremstu dyr uppljómað af jóla-
Ijósunum, öll sæti voru skipuð nema stóllinn hans
afa við annan borðsendann, sem liann var vanur að
sitja á, þegar hann las. Móðir min gekk til sætis
síns, og jeg settist á kistil við hlið hennar. Svo tóku
allir sálmabækur sinar og biðu eftir afa. Klukkan
J)yrjaði að slá 6, þá lukust upp baðstofudyrnar, og
inn gekk afi. En var þetta afi? Hár hans fannhvítt
J’jell í lokkum ofan á svart silkihálsbindi. Hann var
i dimm-fjólublárri prjónapeysu með glampandi silf-
ur-hnöppum, en þeir sáust ekki nema á ermunum,
þvi að ofan brjóst hans alt að beltistað hrundi eins og
foss svanhítt fagurlega greitt skegg. Það hafði jeg
aldrei fyr sjeð á afa. I gær hafði það aðeins náð of-
16