Dropar - 01.01.1927, Page 19

Dropar - 01.01.1927, Page 19
an á hálsklútinn, en var nú alt í einu orðið svona mikið og fagurt. ,,Því er hann afi með svona mik- ið skegg?“ hvíslaði jeg að mömmu. „Hefir hann hefir lengi átt það, en hann byrgir það ávalt undir kheðum sínum og lætur það aldrei sjást nema á jól- unum!“ Afi gekk rakleiðis að stólnum sínurn, sett- ist og lagði gömlu bókina sína á knje sjer. Og sam- stundis byrjaði forsöngvarinn hinn undurfagra sálm: „Dýrð sje guði í hæstum hæðum“, og allir tóku undir að mjer meðtaldri. Jeg fann himneskan fögnuð og helgiblæ streyma um sál mína. Mjer fanst jeg elska alla og alt. Það hafði jeg aldrei fyr fundið. „Ó, jól! dásamlega, guðdómlega fæðingarhátíð frelsararans. Nú þakkar allur heimurinn og englar himinsins guði fyrir þig“, hugsaði jeg. Og hvert jólakvöld þaðan í frá, þegar byrjað hefir verið að hringja kirkjuklukk- unum, hefir sama fagnaðartilfinningin gripið mig, og hana vildi jeg ekki missa fyrir heiminn og alla hans dýrð. Oliiia Andrjesdóttir. 17

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.