Dropar - 01.01.1927, Page 29

Dropar - 01.01.1927, Page 29
HJÁLPIN BROT ÚR SMÁSÖOU Hún var lirædd, lifandi skelfing hrædd, daginn sem þau giftust. Hún fann, að þetta var stórhættu- legt voðaspil hreint og beint, en hún vildi ekki segja honum, að hún ómögulega vildi, eða gæti, þvi það var að svíkja, og hún vissi, að hann biði þess kannske aldrei bætur. Ekki svo að skilja, að hann væri svo fagnandi eða áfram um giftingu þeirra. Nei, ekki var nú svo sem von eða stuðningur væri að þeirri vissu, en hitt vissi hún, að hann var svo gerður, að liann vildi ekki, að þetta gengi aftur úr skaftinu úr þvi að svona langt var komið, ekki, þó að hann vissi af opinni ógæfu þeirra beggja framundan. Það skyldi áfram, sem ákveðið var. Kvíðinn og hræðslan hafði líka eitthvað lokkandi fyrir hana; henni var næst- um forvitni á að finna sársaukann i sambúðinni við karlmann, fá að vita af eigin reynslu um alt þetta nýja, óþekta, sem nú kæmi, og’ ekki frítt um, að vonin teygði skínandi glókollinn upp úr sorgarkaf- inu, bak við myrkrið i hjarta hennar. Hún hafði þó unnað þessum manni, brennandi, vitlaust, án þess að þekkja hann nema sára lítið. Hafði þráð liann ár- 27

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.