Dropar - 01.01.1927, Page 38
hana. Eitthvað voll og límandi kenmr á höndina á
mjer.
Ertu líka ineð sár á brjóstinu? Var það ekki nóg,
að vængurinn þinn brotnaði? Er jeg að kvelja þig
með því að handleika sárið, þess vegna viltu komast
burt? Er ekki von, að þú vildir heldur devja i friði
en að lenda í höndum mannanna, sem þú hræðist.
Og það er von, að þú hræðist þá.
Mikið af þjáningum smælingjanna er þeim stærri
að kenna. —
Jeg sest niður á götubakkann og reyni að hvíla þig
í höndum mínum. Jeg vildi, að jeg gæti látið þig
finna, að jeg er vinur þinn, að jeg elska þig, litla
lóan mín. Veslings litla systir mín.
Nú er iiún hreyfingarlaus, en hjartað heldur á-
fram að berjast. Það er eina lifsmarkið, sem jeg l’inn.
— Hvað ertu að hugsa, litla lóa? Mig langar til
að vita, hvað bærist i sál þinni nú. Áttir þú ekki
hreiður lijerna í einhverjum mónum? Manstu þegar
þú varst að reyta brjóstið, svo að ylinn legði betur
á Jitlu eggin þín? Tírtu að liugsa um það, þegar elsk-
liugi þinn söng fyrir þig meðan þú sast á eggjun-
um? Ekki hefur þig skort þolinmæði, þegar þú sast
í sömu stellingum dag og nótt, hvernig sem viðraði.
Víst liefur þjer aldrei dottið í hug að leita í skjól,
þegar norðanstormarnir næddu yfir landið. —
Ekki liefur þjer komið til hugar að flýja, þegar
stóru mennirnir fóru fram hjá hreiðrinu með liund-
ana sína. Þá lireiddir þú vængina þína sem best yfir
eggin og hjúfraðir þig niður. — Mitt Jíf fyrst, Jiugs-
aðir þú.
Þú ert ofurhugi, svo lítil sem þú ert.
Manstu eftir dýrlegu stundinni, þegar skurnið
brast í sundur og litlu höfuðin gægðust út, þegar
36