Dropar - 01.01.1927, Page 39
fiðraðir kropparnir þyrluðust kringum hreiðrið og
vængirnir þöndust ut, til að bera þá yfir víða velli.
Þá var enginn vængur brotinn og enginn með sár
á brjósti.
Var ekki elskhugi þinn og börnin ykkar í hópn-
uin, sem flaug burt frá þjer? Verður ekki saknað-
araugum mænt í auða skarðið?
Jeg fæ ekkert svar nema titrandi hjartsláttinn
þinn.
— Eða varstu foringinn, sem klauf loftið og rjeð
stefnu hópsins? Var það þess vegna, sem þú fjekst
beinbrot og sár? —
— Foringjarnir bera oftast sár. —
Var það þess vegna, sem þú flaugst í haustmyrkr-
inn á girðingu, sem mennirnir hafa sett á landa-
merki sin lil að friða stráin í engjum sínum og koma
í veg fyrir deilur og erjur út af nokkrum gras-
tuggum.
Eða hefur einhver óhlutvandur maður beint morð-
vopni að þjer, þegar þú tíndir þjer ferðanesti úr
slegnum grundum.
Enginn hefur þó orðið snauðari fyrir það. Eng-
um hefur þú unnið mein. Marga hefur þú glatt með
söng þinum. Lílið hafa mennirnir sýnt, að þeir kunni
að meta hann.
Á jeg að bera þig heim? Óttast þú ekki híbýli
mannanna meira en alt annað? A jeg að leggja þig
niður á döggvota jörðina og láta þig deyja eina i
myrkrinu.
Þú ert ekki sú fyrsta af kynsystrum þínum, sem
nóttin hefur veitt nábjargir meðan blóðið hefur
dreyrt úr sárinu þeirra og frosið við barm jarðar-
innar. ()g stjörnurnar hafa starað kaldar og tilfinn-
37