Dropar - 01.01.1927, Page 44

Dropar - 01.01.1927, Page 44
Hann sendi’ henni engil á svellkalda mörk, sem svæfði liið titrandi hjarta, og tók hana í faðm sinn af freðinni björk og flutti’ liana í dranmheima bjarta. Hún sá þar í bláheiði blikandi sól og bjarkir með laufskrúðið nýja og lyngvaxna móa og hæðir og hól og hreiður í mosanum hlýja. Hjarta’ hennar fyltist af fögnuði að sjá þann fagra og dýrmæta auðinn; hún læddist að eggjunum, lagðist þau á, og ljúffengu snæddi hún brauðin. Værirðu böðull með byssu á ferð, blóðþyrstur sumar og vetur, sem ofsækir fuglanna flughröðu mergð og fargar þeim, hvar sem þú getur — skyldi ekki dvína og deyja hjá þjer djöfulleg löngun að skjóta, myndirðu kjósa að myrða hana hjer og meina’ henni draumsins að njóta? Þú draumgjafinn ljúfi, sem líknar og ferð um lífsins og alheima sviðin, sem króknaða rjúpu og konunginn berð í hvíldina og himneska friðinn. ó, þegar hjartað er magnþrota mitt, þess minnist þinn himneski kraftur, sem rjúpuna flutti á sumarland sitt, hún sá ekki veturinn aftur. Ólina Andrjesdóttir. 42

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.