Dropar - 01.01.1927, Page 45

Dropar - 01.01.1927, Page 45
SÖNGUR STARFSINS Með gullin þín fyrstu jeg brosandi beið og bar þig í sólskinið út; gaí' kinnunum roða og lungunum loft og ljetti af hjartanu sút. Ljet hádegisblundinn þig bera’ inn í Ijós og beið þín við miðaftansskin. Næst Guði — þú hefur frá upphafi átt mig ætíð sem tryggastan vin. Næst Guði er foreldra umsjá og ást, en — ó hversu margur er sá, er vissi’ ei af móður nje föður — jeg fann margt fallið og vegalaust strá; jeg hirti það, varði og vafði i faðm. Svo vinlaus er enginn á jörð, er skynjar og hrærist, að hann fái’ ei mig sem harmbróður, kennara’ og vörð. Og skaparans gleði mig gagntók og jók mjer ginnhelgan meginn hvert sinn, er vanræktri barnssál jeg breytti í þann kraft, sem með blessun í mannheim kom inn. 43 O0 °

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.