Dropar - 01.01.1927, Page 49

Dropar - 01.01.1927, Page 49
Þegar skærust sýndist sólin, sorta dró á himininn. Sorgin beið á bak við tjöldin, bar mig hljóð í faðminn sinn. Þeim hef jeg í faðmi fundið fegurð lífs og gildi hæst. Hún mig bar á höndum sínum himninum og Guði næst. Þar jeg best hef lært að lifa, lífs að skilja l’rost og yl, lært að elska, líða, sakna, með líðendum að finna til. Þögul hef jeg hljótt og lengi harmað þennan sólaryl. Vonin mín var demant dýrri, en dó um leið og luin varð til. Þögnin helg og höfug tárin hana lögðu i grafreit sinn. Þá á blíðum bænarörmum bar mig sorg í himininn. Ljúfa stjarna, í ljóma þínum lokast mínar þreyttu brár. Jeg er að kveðja alt og alla, allar vonir, bros og tár. Þegar úr háu heiði þínu horfir þú á legstað minn, láttu |)á á leiði mínu Ijóma skæra geislann þinn. Halla Loflsdóttir.

x

Dropar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.