Dropar - 01.01.1927, Page 51
)ooooooooooooooooOooooooooooooooooooooooooO°ooooooooooooooo(
BROT ÚR BR]EFI
ORT Á VÍFILSSTAÐAHÆLINU
Jeg hef ekkert boðlegt á borð fyrir þig,
en best er, ef viJdirðu hlusta á mig,
þá hef jeg þjer sögu að segja.
— Klungrótt var leiðin og klakaspor stór,
kalin til ólífis víða jeg fór,
þó enn þá sje eftir að deyja.
Og skriftamál mín eru þessi til þín,
að þú sért sú einasta vinkona mín,
sem alt megi’ í einlægni segja.
Þinn víðsýni andi með visku og þor,
sem vogar sjer fúslega í annara spor,
og öllu kann yfir að þegja.
Því segi’ jeg þjer einnig mín samviskumál,
jeg' sofið get ekki, er friðvana i sál
og á ekkert afl til að lifa. —
Þjer finst það, el' til vill, fáviska tóm,
að fara að kvarta um sinn örlagdóm —
jeg ætti þér annað að skrifa.
49