Dropar - 01.01.1927, Side 74

Dropar - 01.01.1927, Side 74
roðnaði. Hann rjetti henni þykka, snnirða brauð- köku, og hún fór að borða. ' — Hvað gerirðu hjerna? spurði hún. — Jeg gæti kindanna, sem þú sjerð þarna. — Einmitt það, sagði kóngsdóttir. — Er enginn smali á þínum hæ? — Nei. — Á þá jjabbi þinn engar kindur? — Jú, en það er sett band um hálsinn á þeim, og svo eru þær bundnar við staura. — Hafa þær þá nóg að bíta? — Jeg veit það ekki, en þeim er gefinn matur úr skálum. — Það er skrítið, sagði smalinn og brosti, svo að skein í fannhvítar tennurnar. Kóngsdóttirin fjekk hjartslátt. Hvað hann var l’allegur, þegar liann brosti. IJann hafði svo djúp og dökk augu og svo fallega brúnleita húð. Það var lika svo gaman að horfa á hárið lians þykka, liðaða, þegar sólin skein á það. — Má ekki bjóða þjer meira? spurði hann, þeg- ar kóngsdóttir hafði Jokið brauðinu. Jeg á nógan mat i pokanum mínum. — Nei, þakka þjer fyrir. Jeg er orðin södd. — Segðu mjer eitt, smali, hjelt hún áfram, borð- arðu altaf svona — úti, — aleinn? — Já, svaraði hann, hjer er enginn bær nærri, eins og þú sjerð. Bærinn minn er svo langt í burtu, að mjer er ekki færður matur nema tvisvar á mán- uði. — Sefurðu þá líka úti? — Já, og það er svo gaman, skal jeg segja þjer. Næturnar eru oft svo fallegar, að jeg tími varla að sofna. Jeg horfi þá upp í himininn, á allar stjörn- 72

x

Dropar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.