Dropar - 01.01.1927, Síða 76
volduga konunga. Einu sinni sagði litla kóngsdóttir-
in við hana:
. — Leiddist þér aldrei, inamnia mín, þegar þú
varst ung, eins og jeg.
— Hvernig spvrðu harn? svaraði drotningin. Jeg'
var auðvitað glöð og ánægð, og átti jeg þó ekki eins
gott og þú. Heldurðu að jeg hafi átt slíkan kastala,
eða mátl ganga uni svona fallegan hatlargarð?
— Langaði þig aldrei út fyrir hallargarðinn?
spurði kóngsdóttir hikandi.
— Hvað eiga þessar lieimskulegu spurningar að
þýða? sagði drotningin æsl. Langar þig kanske inn
í dimma skóginn, til þess að láta ræningjana taka
þig?
— Nei, svaraði kóngsdóttir, en eru alstaðar dimm-
ir skógar og ræningjar, þegar komið er út fyrir hall-
armúrana?
— Hættu þessu tali, sagði drotningin byrst. —
Jeg er svo oft búin að segja þjer það, að þjer er ó-
liætt að trúa því úr þessu.
Kóngsdóttirin leit í augu móður sinnar, en hún
þoldi ekki að horfa í þau, þvi að hún vissi, að
mamma liennar sagði ósatt.
Tíminn leið. — Með liverjum degi varð kóngs-
dóttirin daprari i bragði, og kinnar hennar urðu föl-
ari og fölari. Hún sást aldrei brosa, en engan Ijet
hún lieldur sjá tár sín.
Þá var það einn dag, að kóngur og drotning ljetu
gera boð eftir lienni til liallarinnar. Þegar liún kom
þangað, mælti kóngurinnn við Jiana:
— Dóttir mín. Eins og þú munt vita, er jeg einn
af voldugustu konungum jarðarinnar. Þar sem þú
ert einkadóttir mín, ung og fögur, hafa margir ætt-
göfgir kóngssynir orðið til þess að biðja mig um
74