Dropar - 01.01.1927, Síða 79
sagt eitt orð. Hi'm færði sig í gráa kuflinn, seni
dvergurinn rjetti henni, og setti hettuna á höfuðið.
— Nú verðum við flýta okkur, sagði dvergurinn,
því að hvert augnablik er dýrmætt.
— Bíddu svolítið við, hvíslaði kóngsdóttir og
læddist á tánum að búrinu, sem var við gluggann.
Hún opnaði það, og fuglarnir flugu út.
Að svo búnu tók dvergurinn hana í fangið og sveif
með hana á burt. En í stað þess að fljúga beint áfram,
fjellu þau liægt niður. Kóngsdóttirin varð óttaslegin,
þegar hún kom niður á jörðina og sá, að hún var í
hallargarðinum.
— Vertu ekki hrædd, sagði dvergurinn, jeg gerði
þetta af ásettu ráði. Jeg ætla að sýna þjer velunnara
þina.
Þau stóðu fyrir framan stóra rósabreiðu, og tungl-
ið skein á luktar krónurnar. Alt i einu opnuðust all-
ar rósirnar, og upp úr sjerhverri þeirra reis ofur-
lítill állur, í cins litum fötum og rósin, sem liann
bjó í.
— Góðu, litlu blómálfar, sagði kóngsdóttirin
hrærð, jeg á cngin orð til þess að þakka vkkur það,
sem þið hafið gert fyrir mig, og þó jeg sje kóngs-
dóttir, á jeg ekkert, sem mjer finsl jeg gæti boðið
ykkur að launum.
En hvað var þetta? Það glitruðu tár í augum litlu
blómálfanna.
— Hversvegna gráta þeir? spurði kóngsdóttirin.
— Sjerðu ekki, að þeir brosa gegnum tárin?
spurði dvergurinn.
—- Jú, svaraði kóngsdóttir, en af hverju brosa
jieir og gráta i senn?
— Þeir gráta af því, að þú ert að fara, en þeir
gleðjast líka yfir hamingju þinni.
77