Dropar - 01.01.1927, Side 81

Dropar - 01.01.1927, Side 81
að horfa á stjörnurnar? Það hoppaði í henni lijart- að við tilhUgsunina ura að hitta hann aftur. En hún var svo hrædd ura að geta ekki fundið hann, því að |>að var svo voðalega dimt. Hún hraðaði sjer sein inest hún mátti, stökk yfir lækina og stildaði með- fram tjörnunum. Smám saman fór að birta, og hún sá sjer til inikillar gleði, að hún var á rjettri leið. Og loks kom hún þar að, sem smalinn sat og laut niður að hundinum sínum. Alt í kringum hann sváfu mörgu fallegu kindurnar hans. — Kóngsdóttirin lædd- ist aftan að honum og nam staðar skamt frá hon- um. Þá heyrði hún eitthvert hvísl. Hann var að tala við hundinn sinn. — Þú ert svartur, Ivolur minn, sagði hann, en hún var björt og fögur, og hárið á henni var gytt eins og geislar sólarinnar, þegar hún kemur upp á morgn- ana. Hún hafði blá og blíð augu. Manstu ekki eftir henni, Kolur minn? Skyldi hún aldrei koma aftur? Kóngsdóttirin hafði smám saman fært sig nær, og nú stóð hún við hlið smalans. Hann leit við og sá hana. Hann starði á liana eins og hann trvði varla sínum eigin augum. — Er mig að dreyma? sagði hann lágt. Getur það verið . . . Ertu komin aftur? — Já, jeg er komin til þess að kveðja þig, svaraði kóngsdóttirin niðurlút. Jeg er að fara langt, langt í burtu. — Hvert ferðu? —- Jeg veit það ekki — bara eitthvað langt í burtu. — Ertu alein? — Já. — Viltu ekki tylla þjer hjerna stundarkorn? Þú kemst hvort sem er ekkert fyr en betur birtir. 79

x

Dropar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.