Dropar - 01.01.1927, Side 82

Dropar - 01.01.1927, Side 82
— Þakka þjer fyrir, en jeg má ekki stansa. Jeg verð að flýta mjer, því að jeg er að strjúka. - Smalinn starði á hana liöggdofa af undrun. — Hversvegna ertu að strjúka? spurði hann. — Jeg get ekki verið heima, svaraði hún, því að þar er jeg eins og fangi og fæ aldrei að sjá grænu sljettuna og bláu fjöllin. Svo vilja pabbi og manna láta mig eiga mann, sem jeg þekki ekkerl og mjer þykir ekkert vænt um. Smalinn sá tvö stór tár renna niður kinnar litlu slúlkunnar, og hjarta lians fyltist meðaumkun. — Jeg má ekki vera lengur hjá ])jer, hjelt kóngs- dóttirin áfram. — Nú ætla jeg að kveðja þig. Vertu sæll. — Vertu sæl, sagði smalinn og tók í litlu hvitu höndina, sem honum var rjett. Kóngsdóttirin gekk nokkur skref. Þá nam hún slaðar, leit við, veifaði og hjelt síðan áfram. Hún gekk meðfram lækjarbökkunum, og oft var hún nærri dottin, því að þúfurnar voru margar og holurnar, sem litlu fæturnir rákust i, og enn var ekki farið að birta neitt að ráði. Alt í einu heyrði hún einhvern koma hlaupandi á eftir sjer. Hún fjekk ákafan hjartslátt og tók til fótanna. Þá heyrði hún kallað: — Vertu ekki hrædd, það er jeg. Hún leit við. Þarna var smalinn kominn. Hræðsla hennar snerist í óumræðilega gleði. — Þú mátt ekki fara ein, sagði hann, jeg ætla að fylgja þjer, ef þú vilt Jeyfa mjer það. — Hvað þú ert góður, sagði kóngsdóttirin, — en jeg vil ekki talva þig frá foreldrum þínum. — Jeg á enga foreldra. — En hvað verður þá um kindurnar þínar? 80

x

Dropar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dropar
https://timarit.is/publication/731

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.