Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Page 7
STJARNAN
INNGANGSORÐ
5
er að ræða. Það er alþekt að þegar maðnr, sem ekkert þekkir
til hljómlistar heyrir i fyrsta skifti verk frægra tónlistarmanna
leikin af snilling, láta þau í eyrum hans eins og glamnr, sam-
safn af tónum, sem hann fær ekkert vit í. Jeg veit að boðskap-
ur og reynsla Krishnamurtis er eins fjarri þeim heimi, sem hinn
vanalegi veraldarmaður lifir í, lwað gáfaður og vel að sjer, sem
hann kann að vera á öðrum sviðum, eins og hljómlistarheimur-
inn er þeim, sem aldrei hefir vitað, að hann væri til. En eins og
hægl er að læra að skilja verk tónsnillinganna, þó maður botni
ekkert í þeim í fyrstu, eins er að einhverju leyti hægt að læra
að skilja það tungumál, sem Krishnamurti talar, ef menn leggja
sig eftir þvi af alvöru, cn það verður aðeins gert með mikilli
fyrirhöfn og með því að lesa rit hans vandlega. Því er það að
fyrir mjer vakir það eitt, að koma ritum hans sem mest jafnóð-
um út á íslensku, svo landar minir geti sjálfir drnkkið af því
lífsins vatni, sem hann hefir að bjóða heiminum.
Aðalbjörg Sigurðardóltir.
%